Mæli með

1. Sufjan Stevens: Ekki oft sem menn standa undir hæpi en þessi er ferlega góður og platan Illinoise er skyldueign. Sé ekki eftir að hafa álpast til að kaupa miða á tónleikana í nóvember.

2. Rescue me: Besti þátturinn í sjónvarpinu í dag. Denis Leary er frábær harðhaus en það besta er að það er ekkert verið að fela hvað hann og félagar hans eru miklir aular.

3. Austurlandahraðlestinni: Gamli matseðillinn á Austur Indíafjelaginu í álbakka. Taka með  eða setjast niður á staðnum og fletta í blöðum með Pepsi í gleri.

4. Þriðja manninum á RÚV í gær. Þetta er það sem Efstaleitismenn eiga að gera, sýna gamla klassík vikulega eða oftar.

5. Að menn hætti að halda að með því að búa til slagorð og óraunhæf markmið breytist e-ð. Þó "STOPP fjórtánda september" hafi góðan tilgang þá breytir það engu eitt og sér. Ísland er amk hvorki reyklaust né vímulaust. Það þarf að taka á ökuníðingum með öðrum hætti.

6. Ómari Ragnarssyni: Þó menn keppist nú við að fylgja Ómari þá er allt í lagi að bæta sér í hópinn. En því miður mun það ekki breyta neinu úr þessu, sérstaklega þar sem ég kemst ekki í gönguna á morgun. Ástæðan? Ég er að fara að spila fótbolta með náfrænda Ómars í Lindaskóla.

7. Meðalfellsvatni: Það beygja fáir inn Hvalfjörðinn í dag og enn færri frá Hvalfirði inn að Meðalfellsvatni. Þetta er hins vegar fyrirtaks sunnudagsbíltúr sem gott er að færa á enn hærra plan með því að keyra upp Kjósina að Þingvallaafleggjaranum.

8. Borgum: Ég elska íslenska náttúru en erlendis vil ég helst vera í borgum. Eftir að hafa gluggað í The Cities Book eru Tokyo, Damaskus, Sidney, Kaíró og Sjanghæ efstar á óskalista. Ein merkileg staðreynd: í Óperuhúsinu í Sidney eru 2500 sýningar árlega!!

9. Að HK taki einn leik næsta sumar í ÍK búningunum. Menn mega aldrei gleyma uppruna sínum.

10. Suðusúkkulaði: Yfirburðaafurð frá Nóa, sérstaklega í gömlu Konsúm pakkningunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi 8. lið þá er mig búið að langa til Sidney í u.þ.b. 15 ár og til Damaskusar í svona 6 ár. Verð að fara að drífa mig, en ég hef komið 2svar til Kaíró og það er ævintýri út af fyrir sig.................!!

Ása (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband