27.11.2007 | 16:37
Treyja vikunnar 10
UNAM Pumas 1983:
Aðdáendur dálksins Treyja vikunnar hafa eflaust nagað neglurnar af spenningi undanfarið af ótta við að dálkurinn hafi verið lagður af. En óttist ei, treyjurnar eru ekki dauðar úr öllum æðum.
Treyja vikunar er frá hinu goðsagnakennda mexíkóska félagsliði Pumas. Það þarf ekki mikinn treyjuspeking til að sjá að þetta er mjög óvenjuleg fótboltatreyja með þessari risastóru mynd af fjallaljóni framan á. Ég er samt ekki frá því númerið sé í mestu uppáhaldi hjá mér. Það er eins og Gúlliver hafi verið fenginn til að sjá um númeramerkingar í Putalandi.
En Pumas eru að sjálfsögðu mínir menn í Mexíkó þar sem Hugo Sanchez hóf ferilinn þar. Það segir sig sjálft.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.