19.9.2006 | 14:28
Páfi
Flottur kallinn sem varð páfi í fyrra. Sérstaklega er ég hrifinn af því að opna umræðu um trúmál með gagnkvæmri virðingu og vitna svo í mörg hundruð ára gamlan texta um að Múhameð hafi verið morðingi. En þó þessi tiltekni kaþólikki lifi í fílabeinsturni (sem vill svo skemmtilega til að hefur verið settur á þak Benz bifreiðar) þá eru múslimarnir ekki skárri. Talsmaður þeirra á Íslandi kemur alltaf annað slagið í sjónvarpið og reynir að sannfæra fólk um að vanþekking á Íslam leiði til fordóma. Felst vanþekkingin í því að heyra sögur af feðrum sem drepa dætur sínar fyrir að vilja sænga hjá ljóshærðum mönnum, mönnum sem drepa nunnur fyrir orð páfa og tilbiðja Allah meðan þeir sarga höfuðið af vestrænum gíslum? Ég hef oft heyrt að Kóraninn sé mikið kærleiksrit en meðan grimmdarverk eru unnin í nafni hans er ég hræddur um að ekki sé bara hægt að skella skuldinni á misskilning og vanþekkingu. Það sama er hægt að segja um Biblíuna og kristna trú. Ég hef hins vegar sjaldan eða aldrei heyrt um öfgasinnaða búddatrúarmenn.
Vanþekking múslima á kaþólskri trú er hins vegar mikil eins og sést á þessari mynd sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Takið eftir hvernig eftirlíkingin af páfanum er. Ég held að ég hafi bara aldrei séð páfa í svona buxum. En burtséð frá því þá er dálítið undarlegt að sjá hvað karlpeningurinn í Miðausturlöndum hefur alltaf mikinn tíma aflögu til að mótmæla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.