19.11.2007 | 11:31
Galíleó
Fór með nokkrum félögum á Galíleó á föstudaginn. Þar sem ég missi yfirleitt matarlyst að mestu eftir einn eða fleiri bjóra ákvað ég að panta mér bara brúsettu, minnugur reynslu minnar frá Ostahúsinu. Þegar maturinn kom á borðið var mér því miður strax ljóst að brúsetta er ekki endilega brúsetta. Það sem lá á disknum fyrir framan mig var vissulega sneið af baguette brauði en lítið fór fyrir parmaskinku, mozzarella osti eða ferskum tómötum. Þess í stað var búið að sulla köldu mauki af hökkuðum, niðursoðnum tómötum yfir brauðsneiðina og sáldra örlitlu af ítalskri kryddblöndu frá McCormick yfir. Kannski gera Ítalir brúsetturnar sínar svona en þá á ítölsk matargerð sér myrkari hliðar en ég hélt.
Herlegheitin voru svo 200 kr. dýrari en á Ostahúsinu.
Athugasemdir
Hef einu sinni borðað þar. Pantaði mér sjávarréttapasta, kl var orðin svona 11 á föstudagskvöldi og við að koma nokkur úr leikhúsi. Ég sat við gluggann, með útsýni á Hlöllabáta. Þegar ég er u.þ.b. að fara að stinga upp í mig fyrsta bitanum, verður mér litið út um gluggann. Þar stendur dauðadrukkinn maður, búin að taka hann út á sér, og er að mígja á gluggann minn! Ég missti algjörlega matarlystina, að horfa beinlínis í "augað" á þessu miður fallega litla skrípi...........hehe
Hef aldrei haft lyst á þessum stað síðan!
Dísa (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.