8.11.2007 | 11:23
Flottur kokkur
Á Thyssen Bornemiza safninu í Madrid leynast nokkrar perlur úr listasögunni. Safnið er næststærsta einkasafn heims og var slegist um það þegar ákveðið var að koma því fyrir sjónir almennings í kringum 1990. Að lokum hreppti Madrid hnossið og safnið stendur nú við aðal breiðgötu borgarinnar, Paseo del Prado.
Innan um Rafael, Kandinsky, Picasso og alla hina leynist þessi magnaða mynd. Formið er alþekkt, brjóstmynd með daufri ljóstýru. Efnistökin eru hins vegar óvenjuleg enda er titill myndarinnar "Sennilega kokkur George Washington".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.