1.11.2007 | 00:56
Að taka "panenka"
Úrslitaleikur í Evrópukeppni landsliða. Framlengingin er búin og vítaspyrnukeppnin er langt komin. Það er komið að þér að taka fimmta og síðasta víti þíns liðs. Með því að skora vinnur landið þitt stórmót í fyrsta og kannski síðasta sinn. Með því að klúðra hleypir þú V-Þjóðverjum aftur inn í keppnina og þú veist jafnvel og allir aðrir að það jafngildir aftöku án dóms og laga. Það sem þú veist hins vegar betur en allir aðrir er að þú ert mesti töffari í heimi, með þétta kolanámumottu undir nefinu og hárið sleikt til hliðar með dassi af munnvatni og tékkneskum elegans. Þetta er rétti tíminn til að sýna umheiminum að það jafnast ekkert á við tékkneskan djass. Sepp Maier stendur í fyrir framan þig í markinu, þú hleypur að boltanum og .....
Framhaldið þekkja flestir en ég verð alltaf hálf lamaður í fætinum þegar ég sé þessa takta. Nafn Panenka gleymist seint.
http://uk.youtube.com/watch?v=lp2V2J5wkes
Athugasemdir
Á safni einu í Prag má skoða stáltaugar Antonin Panenka; þær eru þar í glerskáp. Að framkvæma annað eins þegar um úrslitaspyrnu er að ræða í úrslitaleik stórmóts - "þetta er náttúrulega bilun", eins og Eyjólfur kvað forðum.
Jón Agnar Ólason, 1.11.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.