A Clockwork Orange

Ég var að horfa á Villarreal Inter um daginn og það var vélinni beint upp í stúku þar sem bullurnar sem fylgja Inter voru staðsettar. Þarna var ein þéttvaxinn bulla, krúnurökuð og með allsérstakt tattú á hendinni. Ég sá ekki betur en að þetta hafi verið fræg mynd úr Clockwork Orange þar sem klíkan stendur í e-m undirgöngum og býr sig undir að lúskra á róna. Þessi mynd var einu sinni í miklu uppáhaldi hjá mér og ég man enn þegar hún var hvergi til á vídeóleigum því flestar myndir voru frá Bretlandi þar sem hún var bönnuð. Hins vegar fann ég hana á Aðalvídeóleigunni þar sem þeir lumuðu á kóperingu. Ég held að þetta hafi verið 1989 og ég var sveittur í lófunum þegar ég sótti eintakið niður á Klappastíg. Ég keypti hana um daginn á DVD og hún eldist mjög vel en hins vegar á ég erfitt með að segja að þetta sé besta mynd sem ég hef séð enda eru margar aðrar sem koma til greina.

 Hins vegar er ég hræddur um að Stanley Kubrick hafi ekki ætlað sér að gera Alex og félaga að fyrirmyndum fyrir fauta hér og þar um heiminn. En kannski túlkar Interbullan boðskapinn bara sér í hag.

En hvaðan kemur orðið bulla?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Mín tilgáta er sú að orðið 'bulla' sé afleiða af enska orðinu 'bully' sem þýðir fantur, ofstopamaður eða yfirvöðsluseggur.

Jón Agnar Ólason, 7.4.2006 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband