30.10.2007 | 00:28
Treyja vikunnar 8
Athletic Bilbao ca. 2004:
Í Bilbao er frægt Guggenheim safn sem lítur út eins og blautur draumur starfsmanns í blikksmiðju. Byggingin er framúrstefnuleg og í raun súrrealísk að efni og formi. Að mörgu leyti afspyrnuglæsilegt hús.
Forráðamenn Athletic Bilbao vildu ekki vera eftirbátar safnsins og fengu listamann til að hanna nýja treyju fyrir sig. Eins og margir vita spilar Athletic í Þróttarabúningum en listamaðurinn vildi færa sig aðeins út fyrir rammann. Úr varð hinn svokallaða tómatsósutreyja sem féll því miður ekki í kramið hjá íhaldssömum áhangendum frá Baskalandi. Treyjan var því fljótlega tekin úr umferð og mega þeir prísa sig sæla sem náðu í eintak.
Athugasemdir
Alveg hreint ævintýralegur galli þarna á ferð - er þetta Julen Guerrero til hægri á myndinni, lítt spenntur yfir öllu saman sem skiljanlegt er?
Jón Agnar Ólason, 30.10.2007 kl. 11:24
Ég held að þetta sé ekki Guerrero en vissulega líkt honum. Ástæðuna má kannski reka til þess að innan Athletic fer fram nokkurs konar "in breed" þar sem áhersla er lögð á að leikmennirnir séu allir Baskar. Það má deila um hveersu eðlileg þessi stefna er en sýnir kannski hversu frábrugðinn boltinn er á Spáni.
EG, 30.10.2007 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.