Keyrðu mig heim, ég er fullur

Heyrði áðan í fréttum á RÚV að meistari Magni ætlaði að fara í tónleikaferð með Á móti sól til New York. Nú er ég ekki viss um að lagasmíðar Á móti manna eigi nokkurt erindi út fyrir landsteinana, jafnvel ekki út fyrir Njálsbúð. Það sem mér finnst samt mest spennandi er hvort hip og kúl Íslendingar í New York safnist saman á þessum tónleikum eins og tíðkast hefur þegar Sigurrós, Singapore Sling, Trabant og fleiri hafa tekið lagið ytra og þar með oft á tíðum komið í veg fyrir vandræðalegt fámenni. Ef ekki þá finnst mér að strákarnir ættu bara að fara að bóka sig á Benidorm eða jafnvel taka sveitaballarúntinn í Montana, Wyoming og Dakota. Því þar sem er sveit, þar er sveitaball.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband