Stemmningsleysi

Það er talað um stemmningsleysi í íslenska fótboltalandsliðinu. Ég er með lausnina til að hrista aðeins upp í hópnum. Hún heitir Haka og hefur verið notuð af Nýsjálendingum síðan í lok 19. aldar.

Maður getur rétt ímyndað sér hvað Eiður Smári væri flottur stjórnandi og svo myndi glitta í blóðhlaupin, tryllingsleg augu Emils Hallfreðssonar og Arnars Þórs Viðarssonar fyrir aftan. Farseðillinn á HM 2010 er kominn í hús.

http://uk.youtube.com/watch?v=kd0kDxP04eI

http://uk.youtube.com/watch?v=83U_Vg1GRvA&NR=1

http://uk.youtube.com/watch?v=3o0pv6k37yE

Í lokin er útgáfa af Haka sem er sennilega líkari því sem íslensku strákarnir myndu bjóða uppá. Það ætti kannski bara að prófa Vikivaka eða Fugladansinn.

http://uk.youtube.com/watch?v=nZ96rNaHR_E


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband