Treyja vikunnar 6

Skotland 1978:

3208

"Phew! I haven't felt that good since Archie Gemmill scored against Holland in 1978!"

Skotar mættu kokhraustir til Argentínu 1978 og heima fyrir voru menn bjartsýnir að þeir myndu snúa tilbaka með heimsmeistaratitilinn í handfarangrinum. Svo fór hins vegar alls ekki en í dag stendur upp úr þeirri sneypuför markið hans Gemmill gegn Hollendingum og treyjan sem kapparnir klæddust.

Treyjan var valin besta landsliðstreyja allra tíma í e-i þýskri skoðanakönnun fyrir nokkru og það er í sjálfu sér erfitt að mótmæla því. Góður litur, "funky" 70s kragi, klunnalegt merki og Umbro demantarönd niður ermarnar. Ekki skemmdi fyrir hvað Archie var sjálfur unglegur og kynþokkafullur maður.

En hvaðan er tilvitnunin í byrjun?
I


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Það var mikið að ég næ að vera fyrstur! Tilvitnunin er vitaskuld úr Trainspotting, mælt af Mark Renton rétt í þann mund er skólastúlkan lauk við að skvera hann...

Jón Agnar Ólason, 13.10.2007 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband