12.10.2007 | 11:27
Hópsálir
Ég skil ekki eitt. Hægri mönnum er mikið í mun að halda því fram að ekki séu til þjóðfélög heldur bara einstaklingar. M. Thatcher hefur lengi verið helsta fyrirmynd í hópi áhrifamestu manna í Sjálfstæðisflokknum og mér skilst að eftir henni hafi verið haft að ekki væru einu sinni til fjölskyldur bara einstaklingar.
Samt er það svo að þegar talið berst að stjórnmálum þá eru ekki 63 einstaklingar á þingi eða 15 fulltrúar í borgarstjórn heldur heldur fjórir eða fimm flokkar og einn þeirra lang stærstur og bestur. Svo er röflað um e-n glundroða milli flokka.
Getur verið að fólk breytist úr einstaklingum í hóp þegar það gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn? Og er frjálshyggjufólkið að flokknum ekki í hrópandi mótsögn við sjálft sig þegar það vill vera hluti af slíkum hóp og taka ákvarðanir og gera málamiðlanir út frá honum? Væri ekki eðlilegra að þeir gerðu þá kröfu um að einstaklingar væru í framboði en ekki flokkar.
Nei ég skil þetta ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.