6.4.2006 | 16:09
Björn Bjarnason
Ég kíki stundum inn á heimasíðuna hans Björns, veit ekki af hverju því ég er nær alltaf ósammála honum. Kannski geri ég þetta vegna þess að með því að lesa færslurnar hans kemst maður inn hugarheim innstu klíku sjallana. Þetta segir hann m.a. í nýrri færslu um breytingu á formi RÚV.
"Menn þurfa að vera mjög sérstaklega hugmyndafræðilega innréttaðir nú á dögum til að komast í uppnám vegna slíkrar breytingar - sérstaklega þegar markmið hennar er að styrkja stöðu viðkomandi ríkisfyrirtækis í samkeppni við einokun einkaaðila á almennum fjölmiðlavettvangi."
Er þetta í samræmi við hægristefnu Sigurðar Kára og co. Er hugmyndin að styrkja ríkisfyrirtæki í samkeppni við einkafyrirtæki? Ég lít fram hjá orðinu einokun enda eru stofnanir í þjóðfélaginu sem eiga að passa upp á slíkt. En Björn virðist ekki treysta Símanum, Skjá einum, Mogganum og fleirum til að takast á við samkeppnina. Þvílíkur hægrimaður!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.