Treyja vikunnar 4

Hull City 1992-1993:

Hull-92-Home

Á fyrri hluta tíunda áratugarins hófu treyjuframleiðendur að framleiða peysur sem áttu að passa við gallabuxur og litu ekki illa út á pöbbnum. Úr varð sögulegur hryllingur sem var viðbjóður á velli og enn verri í samkvæmislífinu. Til eru mýmörg dæmi frá þessum tíma, og þar voru einkum varatreyjurnar á köflum vitnisburður um stórhættulegt hugmyndaflug. Þessi Hull treyja hefur þó jafnan vermt toppsætið yfir verstu fótboltateyjur allra tíma. Liðið er kallað The Tigers og hönnuðurinn vann greinilega út frá þeirri hugmynd. Af útkomunni að dæmi átti þessi hugmynd aldrei erindi út af teikniborðinu enda hefur hlébarða- og tígrisdýramynstur yfirleitt tengst glyðrulegu háttalagi. Hinn venjulegi sjóari í Hull var því eins og api á pöbbnum, með Bonus á bringunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband