23.9.2007 | 00:06
Treyja vikunnar 3
Southampton 1981-1982
Án efa besta treyja sem Southampton hefur spilað í enda muna sennilega e-r eftir Kevin Keegan hlaupa um velli Englands klæddan í þessa klassík. Merki félagsins í miðju og framleiðandinn á ermunum en það er að sjálfsögðu hið goðsagnarkennda Patrick merki. Á þessum árum voru Patrick fótboltaskór algengir og ekki ómerkari kappar en Platini, Laudrup og Gunnsteinsson voru með samning við þá. Að lokum fór að halla undan fæti og þær eru ekki margar treyjurnar sem koma frá Patrick í dag.
Athugasemdir
Lagleg treyja að sönnu. Er ekki Ajax treyjan heilmikil stæling á henni þessari? Mér finnst bara vanta spons-stafi hollenska bankans ABN-AMBRO, lóðrétt á rauða kantinn vinstra megin á treyjunni og þá er þetta orðið að Ajax, amk langleiðina að því. Eða hvað segir treyju-spezíalistinn við því?
Jón Agnar Ólason, 24.9.2007 kl. 12:02
Ætli það sé ekki öfugt því Southampton treyjan hefur yfirleitt verið í Þróttara formi. Svo eru ermarnar og kanturinn eftir síðunni hvítur og búkurinn rauður hjá Ajax en þetta er góð ábending.
Þetta gefur hins vegar tilefni til spurningar þar sem ABN-AMBRO hefur skreytt Ajax treyjur í hátt í 20 ár. Hver var sponsor þar á undan?
EG, 24.9.2007 kl. 15:04
Mig rámar í að þeir hafi spilað með TDK framan á treyjunni. Er það rétt?
Haddi (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 09:48
Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá Gettu betur manninum frekar en venjulega. Þetta er rétt, ajax og Van Basten áttu sinn þátt í uppgangi spólurisans.
EG, 25.9.2007 kl. 10:27
Þetta er fallegur búningur. HK gæti tekið sér þetta til fyrirmyndar.
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 25.9.2007 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.