7.9.2006 | 09:30
Danagrýla
Ég gerði þau hroðalegu mistök í gær að fara bjartsýnn á völlinn. Tók vel undir þegar þjóðsöngurinn var leikinn (reyndar yfirgnæfði hinn hógværi Jóhann Friðgeir mig) og veifaði íslenska fánanum í e-u gæshúðarlosti. Það voru hins vegar ekki nema þrjár mínútur liðnar þegar ég fékk hraustlegt spark í punginn og framan af fyrri hálfleik reyndi ég að jafna mig. En þá kom annað spark og ég sat hreyfingarlaus í sætinu það sem eftir lifði leiks.
Til að bæta gráu ofan á svart lentum við feðgar fyrir framan martröð fótboltaáhugamannsins. Feðgar ásamt afabarni, þeir tveir eldri, kall á sjötugsaldri og sonur um fertugt voru sláandi líkir tunglinu í Alla Nalla. Kæmi mér ekki á óvart að þeir væru saman með pípulagnafyrirtækið Lagnir feðgar eða e-ð álíka. Nær allan leikinn sátu þeir og æptu skelfilega ófyndnar athugasemdir. Hápunktarnir voru eflaust: "Er þetta FC Nörd??", "Hlauptu hlunkur" um Eið Smára, "Er þetta kvennabolti?" og "Það mætti halda að þetta væri 3. flokkur kvenna hjá FH á móti Barcelona!!". Svo sátu þeir sjálfumglaðir og sá yngsti, ca. átta ára, hermdi eftir öllu og var byrjaður að blóta og öskra inn á líka. En það besta var að þegar leikurinn var búinn stóðu þeir upp og klöppuðu fyrir liðinu eftir allar svívirðingarnar. Ef íslenska liðið á svona vini þá þarf það ekki óvini.
Ég fór að velta einu fyrir mér meðan á leiknum stóð. Hvers vegna verða Íslendingar alltaf að segja þegar þeir sjá Dani að þeir séu svo "ligeglad"? Er Anders Fogh Rasmussen "ligeglad"?
Athugasemdir
Nákvæmlega, Danir eru ekkert "ligeglad", þetta hef ég frá mörgum öruggum heimildum! Þeir eru ofboðslega beurokratískir og meira líkir Þjóðverjum ef eitthvað er. Ég er reyndar alls ekki að tala illa um Dani, mér líður alltaf mjög vel í Danmörku og finnst þeir fínir upp til hópa, en "ligeglad" er ekki rétt lýsing á þeim.................... Held að þessi "þjóðsaga" sé sprottin upp úr því að þeir drekka bjór í hádeginu í vinnunni!!!
Ása (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 11:53
Ég held ég hafi meiri áhyggjur af uppeldi íslenskra barna heldur en því hvort Danir séu ligeglad! sem ég veit ekkert um hvort þeir eru eða ekki; held að þeir séu vel skipulagðir og geti því slappað af í frítímanum....
Laulau (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 12:01
bíddu bíddu "meira líkir Þjóðverjum"........!!! Er semsagt andstæðan við að vera "ligeglad" að vera líkur Þjóðverja?? Ég þarf að fara að ritskoða þessa síðu!!!
Eru það ekki bara Íslendingar sem eru ´"ligeglad", bara ánægðir með sig og kjósa alltaf söma aulana til að láta plata sig aftur og aftur? Þetta kalla ég að vera "ligeglad"!!
Kristín (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 12:50
Heyrðu nú mín kæra systir, ég var ekkert að tala illa um Þjóðverja, né Dani, ALLS EKKI. Bara þessi "ligeglad" stimpill sem er svo asnalegur, þetta er mikið skipulags og skriffinsku samfélag og allt verður að vera eftir bókinni og reglunum. Ekki vera svona hörundssár varðandi Þjóðverjana, og hvaða blammeringar eru þetta á landa þína????
Aularnir sem kjósa það sama yfir sig aftur og aftur eru heldur ekki "ligeglad" þeir eru fífl.
Svo mörg voru þau orð!
Ása (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 14:14
Noh, það fljúga bara kjarnorkusprengjur á milli systranna núna......
Sverrir (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 15:57
Gaman að´essu! Fólk með skoðanir! Danir eru að mínu mati ekki meiri bjúrókratar en aðrar þjóðir, held þetta sé meira og minna eins hjá flestum, en þeir eru frjálslyndari gagnvart öllaranum! Það er ekki bara í hádeginu, heldur finna þeir (eða fundu þegar ég bjó þarna f. 20 árum!) minnsta tilefni til að "hygge sig" og fá sér öllara. Mjög gott tilefni ef amma e-s átti afmæli, þá var hægt að byrja daginn á öl og snaps! Men jeg er ligeglad....
Unnur (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 08:39
Sitt sýnist hverjum. Ég efast ekki um að Dönum finnist gott að slappa af og fá sér bjór en þetta orð er bara fá svo fáránlegt til að lýsa Dönum, undir hvað kringumstæðum sem er. Það er eins og hvorki íslenskur né danskur orðaforði nái að öðru leyti yfir það fyrirbæri sem Danir eru. Á leiknum á miðvikudaginn voru e-r Danir að flykkjast á völlinn, bara venjulegt fólk sem ég gat ekki séð að væri að drekka bjór eða slappa meira af en aðrir. Samt heyrði maður Íslendinga segja: "Þessir Danir eru svo ligeglad". Aðra Danaklisju má finna í athugasemd Unnellu. Kemur e-r auga á hana?
EG, 8.9.2006 kl. 09:54
Eru verðlaun í boði Eiríkur???? Það er að "hygge sig". Bara til að hafa það alveg á hreinu þá er ég ekki að tala illa um hvorki Dani né Þjóðverja, og er sammála Unni varðandi það að Danir séu ekki meiri bjúrókratar en aðrir - það er bara alltaf talað um þá eins og þeir séu svo léttir og "ligeglad", sem að mínu mati þeir eru ekki. NÚ ER ÉG HÆTT!
Ása (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.