5.4.2006 | 20:54
Liga de campeones
Ég var líklega að horfa á eina verstu frammistöðu liðs í langan tíma í kvöld. Get ekki annað en spurt, hvernig stendur á því að juve er að sigra Serie A annað árið í röð. Eru brögð í tafli? Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem juve dettur út á skammarlegan hátt fyrir ensku liði. Þeir urðu að vinna en fá varla færi. Ibrahimovic ömurlegur og hver er gamli kallinn á miðjunni sem mun leiða jogo bonito á HM. Ég efast um að mórallinn sé góður og þeir taka væntanlega við ítalska titlinum með beiskt bragð í munninum. En Arsenal eru vel að þessu komnir, hafa verið sannfærandi gegn tveimur stórveldum og hafa sögulegt tækifæri til að komast í úrslit. En það getur verið erfitt að eiga við Villarreal. Allt í einu er Arsenal komið í Golíat hlutverkið sem þeir hafa verið fegnir að vera lausir við. Og ef Riquelme verður í stuði gæti enn þá sögulegri viðburður átt sér stað. Og það má ekki gleyma að þeir eru Bretabanar.
Margir eiga eftir að líta á hinn undanúrslitaleikinn sem hinn sanna úrslitaleik. Barca fóru nokkuð örugglega áfram en það vantaði samt glansinn sem verið hefur. Voru meira að segja nokkuð heppnir að ekki var jafnað. Ég held enn í Milan sigur og mótmæli öllum sem telja þá leiðinlega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.