Grímur Björnsson

Umræðan verður ekki mikið skemmtilegri en um skýrslu Gríms Björnssonar. Var henni stungið undir stól, fóru sérfræðingarnir yfir hana, var embættismönnum kennt um og var hún lögð fyrir Alþingi? Spennan yfir þessu var svo magnþrungin í Kastljósi í gær að fjögurra mánaða gömul dóttir mín fékk málið í augnblik og notaði tækifæri til að spyrja hvort mér þætti Össur Skarp. eða Hjálmar Árnason trúverðugri.

Burtséð frá öllum vangaveltum um helstu atriði þessa máls finnst mér merkilegast að menn komist upp með að segja að þessi skýrsla hefði ekki breytt neinu, framkvæmdin hefði hvort eð er verið samþykkt. Er það ekki mergurinn málsins, það skiptir engu hversu vel skýrslan hefði verið kynnt hún hefði aldrei breytt afstöðu sauðnautana sem voru búin að ákveða að styðja málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband