3.9.2006 | 00:44
Dabbi kaupir sér vini
Í kvölfréttum var sagt frá því að hinar frægu þotur á Keflavíkurflugvelli hafi fengið að vera lengur vegna vináttu Davíðs Oddssonar við George Bush yngri. Sagan er víst sú að yfirmenn NATO, Colin Powell og e-r fleiri voru að ræða Ísland í Hvíta húsinu. Þá kom Bush til þeirra og sagði þeim að láta Davíð Oddsson vera því hann væri vinur sinn.
Nú veit ég ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta yfir því að Ísland hafi lýst yfir stuðningi við Íraksstríðið í þeim eina tilgangi að George Bush myndi bæta Davíð í vinahóp sinn. Ísland, sem hingað til hefur verið herlaus þjóð, studdi sem sagt innrásarstríð byggt á blekkingum til að Davíð gæti fengið jólakort frá Texas. Með þessu er staðfest að maðurinn sem stýrði landinu i þrettán ár er mikið aumkunarverðari karakter en ég nokkurn tíma hélt.
Athugasemdir
Mikið er gott að vita það að íslenskir stjórnmálamenn eigi jafn auðvelt með að eignast nýja vini og ég á leikskólaárunum. Einnig þykir mér vænt um að Davíð hafi leynt mér sannleikanum í þessu máli, þ.e. að vélarnar væru að fara en smá frestur yrði á því meðan hann og Goggi væru að klára bíló úti í sandkassa. Hann sagði mér þess í stað að hafa engar áhyggjur, um tvíhliða samning væri að ræða sem varðaði varnarhagsmuni beggja þjóða og ekki hægt að segja honum upp einhliða. Hljómar ekkert smá vel, losaði mig við alla streitu, þráláta vindverki og þjóðarstoltið náði nýjum hæðum. Íslendingar þurfa ekki að reiða sig á vinskap, við erum hörkutól sem gefum okkar samningsbundna rétt aldrei eftir. Nú er komið í ljós að þetta var bölvað bull en Dabbi Pabbi á hrós skilið fyrir að hlífa öllum litlu vitleysingunum í fjölskyldunni sem hafa hvort eð er ekkert vit á svona málum.
Sævar Már Sævarsson, 3.9.2006 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.