29.8.2007 | 15:12
Samviskuspurning
Fyrst maður er búinn að opna Pandóruöskjuna. Fyrir ári síðar var ég spurður að því hvaða lög ég skammaðist mín fyrir að fíla. Hér eru þrjú:
1. Feel með Robbie Williams: Ég veit ég veit, Robbie er ólæknandi hrokagikkur sem heldur að hann sé óskilgetið afkvæmi Elvis Presley og James Bond. Kannski hefur mágur minn í Silkeborg haft e-ð um þetta að segja en þetta er ekki slæmt popp. Alla vega ekki í mínum eyrum.
2. Sail away með David Gray: Það er ekkert kúl og ekkert hip að finnast David Gray skemmtilegur. Ekki nóg með að hann sé 99% leiðinlegur þá er hann sláandi líkur Hellisbúanum. En ég veit ekki, mér finnst þetta lag bara helv.. gott.
3. Dragonsta din tei með Ozon: Ég er að verða aðeins of gamall til að hafa gaman af austurevrópsku hommateknói en þetta lag kemur manni í fílinginn. Eða hefði allavega gert það á Ibiza fyrir 15 árum.
Það væri gaman að fá lista frá þeim lesendum sem þora.
Athugasemdir
Það er reyndar orðum aukið að ég skammist mín fyrir að fíla eftirfarandi lög. Ég tók upp þann sið fyrir nokkru síðan að hætta að skammast mín fyrir að fíla ákveðin lög, hljómsveitir eða tónlistarmenn og horfast í augu við þær staðreyndir að hverjum þykir sinn fugl fagur, ekki er öll vitleysan eins, maður er manns gaman og margt er skrýtið í kýrhausnum. Hér er engu að síður listi yfir þrjú lög sem ýmsum hefur brugðið í brún við að heyra mig dásama, lög sem ég set ekki á fóninn í matarboðum nema ég sé í mjög góðra vina hópi:
1. Mika - Grace Kelly: Það virðist öllum vera í nöp við þennan vinalega hómósexúalista, öllum nema flestum 10-15 ára stúlkum í heiminum a.m.k. Mér finnst hann nettur. Hann minnir mig á Queen, Scissor Sisters og Abba - allt eðalgrúppur sem mótað hafa tónlistarsögu vesturlanda að ákveðnu leyti. Love Today er fínt, Big Girls enn betra, en Grace Kelly er best.
2. Bahá Men - Who Let the Dogs Out?: Ég veit ekki almennilega hvað ég var að gera árið 2000 þegar þetta lag var nánast á repeat í útvarpinu svo mánuðum skipti. Ég hef líklega verið að vinna í útvarpslausu umhverfi því ég heyrði lagið örsjaldan og þegar ég loksins hóf að fíla það af krafti voru flestir sem ég þekki orðnir svo hundleiðir á laginu að þá langaði mest til að skjóta Bahá mennina í hnakkann. Ég myndi frekar færa þeim fálkaorðuna fyrir að sjá framleiðendum fréttatíma um víða veröld fyrir sándtrakki undir myndum af hundasýningum um aldur og ævi.
3. Chris DeBurgh - Lady in Red: Efst á listanum mínum yfir lög sem skemmtilegt er að syngja í sturtu. Ekki skemmir fyrir að Chris er fanatískur Liverpool aðdáandi og flýgur reglulega í þyrlunni sinni til Liverpool til að komast á leiki á Anfield. Ég verð illa svikinn ef þyrlan hans heitir ekki Lady in Red og er rauð á litinn.
Kjartan (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 19:30
Lögin sem ég skammast mín fyrir að fíla eru öll gelgjulög, hvert öðru skemmtilegra.
1. Ashlee Simpson - L.O.V.E
2. S Club Seven - Don´t Stop
3. Blue - Curtain Falls
Lára (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:51
Það er aldeilis að þú ert orðinn umburðarlyndur á gamalsaldri Kjartan...
1. Lag númer 1 á skömmustu-fíla-listanum er ógeðslagið hennar Láru more then words með extreme - skammaðist mín fyrir það þá og skammast mín fyrir það enn.
2. Kiss me með sixpense none the richer - fáránlegt hljómsveitarnafn ef út í það er farið - afhjúpar skammarlegan áhuga minn á amerískum unglingamyndum.
3. Smells like funk með Black Eyed Peas - þar er ég í fullkomri mótsögn við sjálfa mig - Fergie finnst mikilvægara að vera ber en syngja og textarnir eru ansi þunnur og karlrembulegir- að ég tali nú ekki um myndböndin.
Leiðinlegustu hljómsveitirnar og tónlistarmennirnir:
1. Guns'n'Roses
2. Cranberries
3. Alanis Morrissette
4. Blink 182, Sum 41 og öll þau leiðindi
Silla (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:45
rfgergergeg
Jói (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 01:31
1. Buttons (Pussycat Dolls)
2. Lovestoned (Justin Timberlake)
3. Whis upon A Dogstar (Perry Farrell´s Satellite Party)
Jói (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.