Af leiðindum

Það eru allir að koma út úr skápnum og ég get ekki verið minni maður. Ég er sammála Magna, Agli Helga og Dr. Gunna: Tom Waits er skelfilega leiðinlegur. Og fyrst svona játningar eru komnar fram þá vil ég líka lýsa því yfir að The Clash er skelfilega ofmetin sveit, Fræbblarnir eru tónlistarlegur eyrnamergur (kerfisfræðingar verða ekki töff þó þeir noti orðið ríða) og Sex Pistols eru álíka merkilegir á tónlistarlistarsviðinu og Víðir Garði á fótboltasviðinu.

En þetta mat er ekki klippt og skorið frekar en annað. Eitt leiðinlegasta lag allra tíma er "Keep on rockin in the free world" með Neil Young. Eitt besta lag allra tíma er eftir sama mann og er í spilaranum hér til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir þetta með Tom Waits.  Einnig finnst Megas vera stórlega ofmetinn.  Get ekki hlustað á eitt lag til enda með þeim manni.  

Leiðinlegasta lag allra tíma er án efa "More Than Words" með Extreme. 

Lára (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:39

2 identicon

Er ekki dálítil þversögn falin í því að halda því fram að hinar og þessar sveitir (þ.á.m. frumkvöðlar pönksins í Englandi og á Íslandi) séu ofmetnar en lýsa því svo yfir að eitt besta lag allra tíma sé einmitt flutt af ofmetnasta tónlistarmanni mannkynssögunnar?

Kjartan (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:17

3 Smámynd: EG

Eigum við ekki að segja að það fari allt eftir smekk. Sá sem bakar pönnukökur og fyllir þær með neftóbaki og bökuðum baunum er vissulega frumkvöðull á því sviði en þá stendur eftir spurningin hvort e-m finnist þær góðar og hvort þær muni standast tímans tönn. Annars væri gaman að vita hvar mörkin liggja milli pönks og nýbylgju, í gamla daga fannst mér Joy Division og Dead Kennedy´s mun skemmtilegri en áðurnefndar sveitir svo dæmi sé tekið. Kannski hefur það líka haft áhrif á skoðun mína á Clash að mér leiðist reggí.

En Neil Young hefur átt nokkra góða spretti og ég hef lengi haft gaman af Megas þó mig langi ekki mikið í nýju plötuna.

EG, 29.8.2007 kl. 09:20

4 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Ég þoli ekki Joy Division, svo ætla ég ekki að tjá mig meira um þetta því þá fer ég að særa einhverja!

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 29.8.2007 kl. 09:40

5 Smámynd: EG

Ég ætla að vona að maður særi ekki neinn þó maður segi skoðun sína á e-i tónlist úti í bæ eða úti í heimi. Ef Tom Waits er að lesa þetta þá vil ég bara segja sorrý en mér finnst lögin þín ekki skemmtileg og svo syngurðu eins og úlfur með vont kvef. En það eru margir aðrir sem fíla þig og það er bara gott mál.

E-ð segir mér að Hannes sé í þeim hópi og ég gæti trúað að hann hafi líka gaman af Neil Young. Svo er ekki loku skotið fyrir það að sem Kópavogsbúi fíli hann Fræbblana. Ég er meira fyrir Band nútímans.

EG, 29.8.2007 kl. 10:02

6 identicon

Það virðast ansi margir vera ginnkeyptir fyrir pönnukökum með neftóbaki og bökuðum baunum. Segja má að allar þær sveitir og listamenn sem taldir hafa verið upp í þessari umræðu hafi staðist tímans tönn og eigi stóran aðdáendahóp. Nema þá helst Band Nútímans.

Kjartan (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 10:36

7 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ég bakka þig 100%, Eiríkur - Tom Waits er skelfing leiðinlegur. Og Megas líka.

Jón Agnar Ólason, 29.8.2007 kl. 13:12

8 identicon

Er ekki best að útkljá þetta mál snöggvast með einum litlum lista?

Leiðinlegustu hljómsveitir/tónlistarmenn sögunnar:

1. Coldplay

2. Nýdönsk

3. Pearl Jam

4. Foo Fighters

5. Guns'n'Roses

Kjartan (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 14:37

9 identicon

Úbbs, eingöngu hljómsveitir voru það víst. Leiðinlegasti tónlistarmaðurinn er án efa David Gray.

Kjartan (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 14:40

10 identicon

Merkilegt að menn þurfi að herða sig sérstaklega upp til að gera lýðum ljósan skort á aðdáun á Tómasi Biðli. Í tilefni þessara skrifa set ég þessi 67 mögnuðu Tom Waits lög sem ég er með í tölvunni á shuffle. Þegar þau eru búin tek ég kannski syrpu af Megasarlögum, hver veit? Eða Abba kannski?

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 14:50

11 Smámynd: EG

1. Coldplay: Hef ekkert á móti þessum.

2. Nýdönsk: Hólmfríður Júlíusdóttir er snilldarnostalgía annars hlutlaus.

3. Pearl Jam: Það er til verra Seattle rokk en þetta.

4. Foo Fighters: Hef enga skoðun þessari sveit. Silla heldur upp á eitt lag sem er fínt.

5. Guns´n´roses: Þetta er kannski leiðinlegasta hljómsveit allra tíma.

EG, 29.8.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband