Rokk

Ég var ekki viss um hvort ég væri að horfa á David Brent eða Garreth Keenan þegar Ryan úr Rock Star kvaddi þáttinn bitur í bragði. Hann sagði m.a. "on the charts I will be lookin´down on you Supernova" og horfði kindarlega í vélina. Fullur af innistæðulausu sjálfsöryggi en samt augljóslega mjög óöruggur með sig. Frammistaða hans í Baba O´Riley var í einu orði vandræðaleg, sérstaklega þegar hann eyddi nokkrum mínútum í að klöngrast upp á hátalarana. Til að kóróna asnaganginn var rokkhoppið niður ekki tilkomumeira en svo að þetta minnti mig á 4 ára gamla dóttur mína hoppa af lágu grindverki. E-ð segir mér að Supernova og Ryan Star þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af samkeppni á vinsældarlistunum.

Hins vegar er undarlegt með Magna að eftir því sem lagið er leiðinlegra því betur syngur hann. Líklega hefði hann átt stórkostlegar stundir í Seattle ca. 1992.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband