31.8.2006 | 21:16
CSI:Reykjavík
Ég var að skoða síðu Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem er full af alls kyns myndum sem sýna daglegt líf í Reykjavík á tuttugustu öldinni. Þessi mynd vakti athygli mína meira en flestar aðrar. Í texta við myndina sem tekin var af hinum alræmda Sveini Þormóðssyni segir:
"10. mars 1964, Nudd og gufubaðsstofan Sauna, Hátúni 8. T.h. er eigandi stofunnar Edvald Mikson (Eðvald Hinriksson) sjúkraþjálfari. Nakinn karlmaður liggur á nuddbekk og fær nudd hjá nuddara".
Þegar ég sá þessa mynd datt mér fyrst í hug rannsóknarstofa réttarlæknis í CSI en svo las ég að verið væri að nudda líkið!! Af hverju samþykkti maðurinn myndatökuna? Sköllóttur gamall kall í nuddi hjá Mikson. Það er e-r Rassa Prumpulykt af þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.