Þetta er hann Ragnar......

Það er sívinsælt að deila um hvað sé list og hvað ekki. Hvað sem því líður er ljóst að þessi ungi listamaður er Listamaður með stóru elli. Það er ótrúlegt hvað hann er lunkinn að túlka tilfinningar og tjá skoðanir með verkum sínum, en þar standa gjörningarnir upp úr. Einna þyngst vegur snilldarleg notkun hans á mannslíkamanum og nektinni. Áleitnar spurningar um blygðunarsemi og samband líkamans við uppruna sinn og náttúruna og ekki síst hvert hlutverk nakins líkama er í hröðu nútímasamfélagi. Hvernig nakinn líkami gerir manninn berskjaldaðan fyrir umhverfi sínu en gerir honum jafnframt kleift að tengjast því sterkari böndum.

Það er erfitt að gera upp á milli Intimacy, Hollywood og Ode to Bubbi Morthens. Ég segi bara takk fyrir mig. Takk.

http://this.is/rassi/works/works.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég missi saur af hrifningu. Reðurinn rís og allir vöðvar líkamans stirðna við það eitt að horfa á þessa list. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að hafa verið við frumsýningu tveggja þessara verka og á generalprufu eins þeirra. Bravúr Ragnar, ég gratúlera ! FRET!

Sverrir (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 16:08

2 identicon

Kallar hann sig ekki lengur Rassiprump? Það þótti mér ávallt frumleg og hnyttin nafngift.

Kjarri (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband