23.8.2007 | 09:54
Megas
Ég sá Megas á rölti við Suðurgötu þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun. Flottur kallinn, klæddur eins og bókmenntafræðinemi í karrýgulum flauelsjakka og með axlartösku hangandi niður eftir síðunni. Það sem vakti athygli mína var að hann talaði í GSM síma. Nú hef ég aldrei talað við Megas í síma en er það ekki dálítið svipað og að vera með Gísla á Uppsölum á línunni.
Athugasemdir
Þetta er óneitanlega stílbrot hjá kallinum - mér finnst einhvern veginn að hann eigi bara að tala í hlemmþunga, svarta snúrusíma. Reyndar er talandinn örugglega jafn óskiljanlegur hvert sem símtækið er... fáðu þér faxtæki, Gazza!
Jón Agnar Ólason, 23.8.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.