Uppreist æru

Nú hefur stórglæpamaðurinn Árni Johnsen fengið uppreist æru. Athygli vekur að handhafar forsetavalds sáu um þennan gjörning en eins og menn vita eru það Geir Haarde, forsætisráðherra, Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis og Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar. Tillöguna lagði fram Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og fyrrum menntamálaráðherra.

Maðurinn sem bar ábyrgð á verkum Árna, lagði sem sagt til við flokksystkin sín, að flokksbróðir þeirra, sem dæmdur var fyrir glæpi í hans tíð, fengi uppreist æru. Meðan forseti Íslands var erlendis.

Hvaðan koma eiginlega upplýsingar um að Ísland sé minnst spillta land í heimi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt sem ég hugsaði !
En síðan hvenær er þetta uppreist æru??? aldrei heyrt það fyrr, en í dag er það allsstaðar. Hjá mér hét þetta uppreisn æru.

Laulau (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 13:00

2 Smámynd: EG

Hélstu að æran væri að gera uppreisn?

EG, 30.8.2006 kl. 13:20

3 identicon

Ég held að uppreist og uppreisn þýði það sama. Það breytir samt engu um það að Árni, Bjössi, Geiri, Solla og Gulli eru bjánar.

Kjarri (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 16:04

4 identicon

Ég held að uppreist og uppreisn þýði það sama. Það breytir samt engu um það að Árni, Bjössi, Geiri, Solla og Gulli eru bjánar.

Kjarri (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 16:05

5 identicon

Já, þýðir það sama. En ég hef bara heyrt talað um uppreisn æru....
Og jú, þau eru bjánar og hvað halda þau að við hin séum...... asnar?

Laulau (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 19:35

6 identicon

Uppreist æru hlýtur að vera gamalt orðalag sem er notað yfir þetta hugtak. Eeennnn..... burtséð frá því, þá er þetta svo týpískt fyrir okkar litla land, að þessi þrenning skuli drífa sig í að veita Árna þessu fínu uppreist æru þega Óli er erlendis. Segir allt sem segja þarf!!!!!!

Ása (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband