Ekki síðri

Ég ákvað að tína til nokkur mörk sem eru í raun ekki síðri en flest markanna sem komust á topp 20.

Hugo Sanchez: Einstakur markaskorari sem reyndi að strá örlitlu glimmeri yfir allt sem hann gerði ef hann gat. Þetta er frábært mark og í raun ekki síðri hjólhestaspyrna en hjá Rivaldo og Basten.

http://www.youtube.com/watch?v=IDakJ9xCK-g

Butragueno: Snillingur sem ég hélt mikið uppá á þessum árum. Átti nokkuð langt í land með að ná markafjölda Hugo og var því ekki eiginlegur potari eins og Gamms nafngiftin gaf til kynna en var með einstaka boltatækni eins og þetta myndband sýnir. Fyrstu gabbhreyfinguna verður að sýna hægt svo maður átti sig á henni. Hrikalega einfalt en fáum gefið.

http://www.youtube.com/watch?v=IEAGL-VsUZM

Carlos: Ég er eiginlega hissa á því að þetta mark sé ekki á 20 marka listanum þó um hálfgerðan æfingaleik sé að ræða. Krafturinn, snúningurinn og fjarlægðin. Frábært mark.

http://www.youtube.com/watch?v=Vi2zjG_d6oQ

Carlos: Annað alveg frábært frá Carlos. Aftur er það kraftur, snúningur og fjarlægð en nú frá endamörkum.

 http://www.youtube.com/watch?v=KNs4w2k6qNo&mode=related&search=

Basten: Fræg hjólhestaspyrna. Mjög gott mark en vantar þetta magic touch sem markið á móti Sovétmönnum hefur.

http://www.youtube.com/watch?v=0O2nEZAb_Mk

Belanov: Þetta er fyrir Sævar og hans misskildu sovésku snillinga. Þetta er alveg frábært mark því hann nær að smella boltanum 100 %. Pfaff, sem ekki var amalegur markvörður, sagði víst að þetta væri eins og F16 orrustuvél á fullspítt.

http://www.youtube.com/watch?v=-QvXaqjshmk

Rats: Annað gott en samt ekki eins flott og Belanov markið. Flott skot en ekki beint einstakt.

 http://www.youtube.com/watch?v=NqG9AdVXQBQ&mode=related&search=

Weah: Þetta er alvöru sprettur vítateiga á milli. Weah var snillingur í fótbolta en ég veit ekki með pólítíkina.

http://uk.youtube.com/watch?v=_wMN5qIoe6c

Ronaldo: Frægt mark frá barca tíð Ronaldo. Það er ekki tæknin sem gerir þetta mark svona flott heldur krafturinn og hraðinn. Bjarni Fel hefði sennilega líkt honum við eimreið.

http://uk.youtube.com/watch?v=2PCwNGT0GzI&mode=related&search=

M. Laudrup: Þetta mark frá Mexíkó 1986 er ekki síðra en mark Maradona gegn Belgum. Merkilegt að fylgjast með hvað Laudrup og Zidane hafa svipaðar hreyfingar. Þetta danska lið komst á topp 20 yfir bestu lið allra tíma þó þeir hafi dottið út fyrir Spánverjum 1-5 í sextán liða úslitum.

http://uk.youtube.com/watch?v=vn0PS85pvqw


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá. Glæsilegur listi og að mörgu leyti skemmtilegri en World Soccer listinn að mínu mati, enda er maður búinn að sjá flest þau mörk svo oft áður. Ég hef t.d. ekki séð þetta Laudrup mark í mörg ár og maður æsist allur upp við að horfa á þetta (ekki leiðinlegt að sjá þátt Mölby í markinu heldur). Butragueno markið hef ég bara aldrei séð áður og það er með því magnaðra sem ég hef séð. Ég ætla ekki að gera svona lista sjálfur á blogginu mínu en verð bara að frekjast aðeins og koma mínum manni að hérna:

http://uk.youtube.com/watch?v=wNYKbxJeRx0

Tækni, leikni, nákvæmni. Segir allt sem segja þarf.

Kjartan (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Augnayndi - fléttan hans Butragueno hefur alltaf verið eftirlæti á þessum bæ, sérstaklega þegar hann fer vinstra megin við markvörðinn sem býst við öllu öðru en því. Gull af marki.

Jón Agnar Ólason, 24.8.2007 kl. 10:52

3 identicon

Flottur og skemmtilegur listi en ég sakna þó marka frá Englandi. Cantona gerði t.d. ófá glæsimörkin á sínum ferli með Man Utd (hef séð markið hans gegn Sunderland frá 96 á einhverjum svona listum). Sama má segja um Bergkamp með Arsenal. Sérstaklega man ég eftir marki sem hann gerði gegn Newcastle þar sem hann sýndi eina flottustu móttöku sem ég hef nokkurn tíma séð. Beckham gegn Wimbledon 96, Eiður gegn Leeds o.s.frv. Það er hægt að halda áfram endalaust þegar maður er byrjaður en þinn listi er að mínu mati mun betri en topp 20 frá World Soccer sem mér finnst að mörgu leyti vera afskaplega dapurlegur. Auðvitað er sá listi settur fram með mikilvægi markanna í huga en mörg markanna eru allt annað en glæsileg.

Haddi (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 23:07

4 Smámynd: EG

Þetta á ekki að vera tæmandi listi yfir mín uppáhaldsmörk heldur frekar nokkur dæmi um mörk sem ekki eru mikið síðri en allra bestu mörkin á topp tuttugu listanum. Mér datt Beckham markið í hug eftir að ég setti þetta inn og það sama er að segja um Bergkamp enda hef ég satt að segja oft tékkað á því til furða mig á og dást að móttökunni. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa séð Cantona markið áður.

EG, 25.8.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband