Kínahúsiđ

Í hádeginu í dag urđu merkileg tímamót í lífi mínu ţegar ég borđađi í fyrsta skipti á Kínahúsinu viđ Lćkjargötu. Ţessi stađur hefur veriđ á sínum stađ frá ţví ég man eftir mér og ţrátt fyrir ađ ég hafi veriđ í menntaskóla hinum megin viđ götuna sá ég aldrei neinn fara ţarna inn og ţekkti engan sem hafđi fariđ ţangađ inn.

Stemmningin inni er eins og ţađ hafi veriđ reynt ađ skapa kínverskt ţema í Stađarskála, allskonar kínadót á borđum og hangandi úr lofti en stólarnir voru eins fjarri Kína og mögulegt er, svona krómstangir međ bastsćti og bastbaki, líklega keypt í Rúmfatalagernum. Konan sem afgreiddi var í litlum og alltof stuttum kínaslopp en minnti ađ öđru leyti ekkert á Kínverja. Maturinn var hins vegar nokkuđ góđur, í forrétt var e-s konar núđlusúpa međ kjúklingi en ađalrétturinn var ţríréttađ á sama diski, nautakjöt, kjúklingur og djúpsteiktar rćkjur. Ég get nú ekki sagt ađ bragđlaukarnir hafi tryllst af spennu og gleđi en ţetta var vel útilátiđ og nokkuđ bragđgott. Sérstaklega fyrir verđiđ, skitnar 950 kr. Ég geri ţví ráđ fyrir ađ fara aftur á Kínahúsiđ í hádeginu ef ég gleymi ţví ekki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Asía er líka fín!

Laulau (IP-tala skráđ) 28.8.2006 kl. 20:26

2 identicon

Ótrúlegt ađ ţessi stađur skuli enn vera til !!! Segi eins og bróđir minn, ţessi stađur hefur ALLTAF veriđ ţarna, en samt hefur manni ALDREI dottiđ í hug ađ borđa ţarna. Hafđi gjörsamlega gleymt tilveru hans. Spurning um ađ skella sér einhvern tímann í hádeginu.

Ása (IP-tala skráđ) 29.8.2006 kl. 10:08

3 identicon

Ég hef nokkrum sinnum borđađ á Kínahúsinu og finnst ţađ bara nokkuđ gott.
Tek undir međ Ásu, vćri gaman ađ fara aftur e-n daginn!

Unnur (IP-tala skráđ) 29.8.2006 kl. 11:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband