25.8.2006 | 10:34
Gáttaður
Á forsíðu Fréttablaðsins er sagt frá Hlyni Sigurðssyni, 23 ára Íslendingi, sem er í fangelsi í Brasilíu vegna smygls. Hann segist ekki geta sofið vegna ótta um líf sitt og deilir 10 fm klefa með 10 lúsugum og skítugum föngum. Ég verð að viðurkenna að ég er alveg gáttaður á þessum fréttum því ég hef e-a hluta vegna alltaf haldið að aðbúnaður fanga í Brasilíu væri til fyrirmyndar. Rúmgóðir klefar, mannbætandi tómstundastarf, möguleiki að nýta kosningaréttinn og síðast en ekki síst tækifæri til að taka Stúdentinn í fjölbrautaskólum á Sao Paolo, Rio de Janeiro og Porto Alegre svæðunum. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þessir ólánsömu Íslendingar hafi staðið í sömu trú, annars hefðu þeir varla reynt þetta. Ég sendi þeim baráttukveðjur til Brazil.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.