Íslenskar bíómyndir

Þær eru alltaf umdeildar. Sumir vilja ekki sjá þetta en aðrir líta á það sem e-n viðburð í hvert skipti sem íslensk mynd kemur í bíó. Klæða sig upp eins og í leikhúsferð, borga 1600 kall í bíó og fá ekki einu sinni lazyboy. Í mínum huga er þetta ekki lengur neinn viðburður, ef myndin er spennandi þá fer ég annars ekki. Hins vegar á ég mér uppáhalds myndir en ekki í neinni röð:

 1. Punktur punktur komma strik: Þessi er frábær, tónlistin hans Valgeirs er unaðsleg, kvikmyndatakan fyrsta flokks og svo eru frábærar setningar eins og " Sá sem kann landafræði ferðast ókeypis" og "Hvað verður nú um Jaqueline og börnin".

2. Óðal feðranna: Hrafn er ekki beint í uppáhaldi en þessi er alltaf góð. Það er líka e-r sérstakur ca. 1980 sveitafílingur sem minnir mann á sveittar útileguferðir á malarvegi. Svo er Sönn ást eftir Magnús Eiríksson alger perla.

 3. Með allt á hreinu: Frekar mikil klisja en algerlega ómissandi.

 4. Börn náttúrunnar: Fór einn á þessa í Stjörnubíó sáluga og aðrir í salnum voru flestir komnir yfir sjötugt. Það fór kliður um salinn þegar starfsstúlka á Hrafnistu í myndinni spurði hvort það mætti bjóða "mjólk og sykur". Skildi reyndar ekki hvað var að þessu orðalagi en þetta var greinilega e-r sammanleg reynsla annarra bíógesta af kerfinu. En myndin er mjög góð og atriðin á Vestfjörðum hverju öðru betra.

5. Sódóma Reykjavík: Sá þessa aftur um daginn og húmorinn í henni eldist mjög vel.

6. Nýtt líf: Hvað, hafiði aldrei séð verbúð? Besta lífsmyndin.

7. Englar alheimsins: Friðrik Þór hefur verið mistækur en þessi er mjög góð. Ingvar frábær en stemmningin næst e-n veginn alveg sérstaklega í lokin þegar hann er kominn í öryrkjablokkina.

Ég er alveg örugglega að gleyma e-m.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Mér finnst alltaf Hrafninn flýgur góð, þó ekki sé leikstjórinn í uppáhaldi hjá mér að öðru leyti; það er sterkur Sergio Leone-keimur af henni sem ég kann að meta. Svo er Veiðiferðin umleikin sjarmerandi nostalgíu, umvafin "late '70s" fíling.

Jón Agnar Ólason, 5.4.2006 kl. 19:25

2 identicon

Kem hér á framfæri skilaboðum frá Nesfólkinu (og ég held ég tali fyrir hönd allra) og segi að það vanti Stellu í orlofi á listann - ansans - ég keypti akkúrat hinsegins...

Silla (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband