Strætó

c_documents_and_settings_eirikur_fulltingi_my_documents_my_pictures_andre_49988.jpg

Þegar strætókerfinu var breytt heyrðust óánægjuraddir, aðallega frá ellilífeyrisþegum, öryrkjum, börnum og námsmönnum. Líklega 100 % þeirra sem taka strætó. Ég sá hins vegar ekki ástæðu til annars en að fagna enda var útbúin ný leið nr. 15 sem stoppar við húsið mitt, við vinnuna mína og vinnuna hennar Sillu. Nokkra daga í mánuði líður mér því eins og ég búi í stórborg í Evrópu, ég rölti út á stoppistöð með tölvuna á öxlinni, nesti í poka og Fréttablaðið undir hendinni. Enginn bíll, enginn stæðaleit, ekkert vesen.

En nú hefur komið á daginn að þetta er bölvað vesen. Vagninn sem á að koma kortér í níu hefur ekki séð ástæðu til að koma fyrr en rúmlega níu og ekki fyrr en kortér yfir níu í morgun!! Ég gat samt tekið gleði mína á ný þegar ég sá að traustasti bílstjóri landsins, sjálfur söngfuglinn og hjartaknúsarinn André Bachmann var við stýrið. Það runnu hins vegar á mig tvær grímur þegar það rann upp fyrir mér André lagði sig allan fram við að reyna að vinna þessa hálftíma seinkun upp. Hann keyrði því þetta gula ferlíki sem er á stærð við meðalblokk í Grafarvogi á 120 km hraða alla leiðina og reyndi meira að segja að skáskjóta sér á Snorrabraut. Aldrei aftur Hiroshima, aldrei aftur André Bachmann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Hehheh, góður.

Birna M, 23.8.2006 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband