Geysislaug

Bústaður um helgina. Skruppum að Gullfossi og Geysi, sem er alltaf gaman. Sérstaklega í 17 stiga hita og heiðskíru. Lentum að lokum í lauginni sem olli talsverðum vonbrigðum. Hvernig getur laug sem kennd er við frægasta goshver allra tíma verið kaldari en kaldasta laugin á Costa del Sol? Tveir þokkalegir pottar, fínt útsýni yfir Biskupstungur en enginn í afgreiðslunni. Ákveðinn vanræksla setur þessa í 2,5 af 5 en ætti að vera auðvelt að laga. Sveitarómantíkin samt fjarri góðu gamni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engin höft??

Unnur (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband