Kuml

Skemmtilegar fréttir frá Hringsdal við Arnarfjörð þar sem fundist hefur kuml frá 10. öld. Hringsdalur er á e-u fallegasta svæði landsins og þar vorum við fjölskyldan í frábæru brúðkaupi hjá Rabba og Ragnheiði fyrir tveimur árum. Ég vona svo sannarlega að bróðir Hilmars Einarssonar bónda (?), sem gekk fram á beinin, sé Árni frændi. Það er auðvelt að ímynda sér kallinn röltandi með vökul augu um Hringsdal, ekki ósvipaður og Hemúllinn í sínum könnunarferðum um Múmíndal.

Það mætti segja mér að e-r í Lundi þrái að komast heim í heiðar(hrings)dalinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband