Sundlaugarverðir

Ég lenti í sundlaugarverði í dag. Þessir verðir lauganna eru undarlegir menn, svona týpur sem komust ekki í Lögregluskólann og reyna að fá útrás fyrir valdníðslu í sturtunni eða á bakkanum. Hver kannast ekki við fasismann sem felst í að sprauta köldu vatni í sturtuklefanum eða litla kallinn í Vesturbæjarlauginni sem krafðist þess að maður skrúbbaði rassinn betur.

Uppákoman í dag átti sér hins vegar stað á bakkanum. Silla og stelpurnar voru í sundi sem þýðir að sú yngri svaf í vagninum við laugina. Ég mætti á staðinn til að sækja hana og fékk leyfi til þess að rölta út að bakkanum hjá konu í afgreiðslunni. Til að komast þangað þurfti ég að klofa yfir keðju sem strengd hafði verið milli nokkurra staura við útganginn, til að afmarka útisvæði með stólum. Þegar ég er kominn yfir keðjuna og er að rölta í átt að vagninum heyri ég óp í fjarska.  Ég lít við og sé  þybbinn sundlaugarvörð koma askvaðandi, æpandi e-ð um skóhlífar  og höft. Ég stoppa og segi honum að ég sé að sækja barnavagn og hafi fengið til þess leyfi í afgreiðslunni. En laganna vörður hélt nú ekki og sagði í sífellu: "Höft eru höft". Þar sem ljóst var að maðurinn ætlaði ekki  að gefa tommu eftir rauk ég aftur inn í afgreiðsluna og spurði hvaða vitleysa væri í gangi. Enn einu sinni endurtók maðurinn "höft eru höft" en konan þar virtist skammast sín örlítið fyrir þessa óvæntu samviskusemi. Ég ákvað að spyrja hana hvert ég ætti eiginlega að fara og ekki stóð á svarinu: "Þú ræður". Ég endaði því með því að rjúfa höftin og sótti vagninn.

Það eru svona litlir hversdagssigrar sem gefa lífinu gildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki maðurinn bara að vinna sína vinnu?

Kjarri (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 12:17

2 identicon

Eiríkur minn, þú ert með sundlaugar á heilanum...............þó ég viti að þessi pistill var ekki umfjöllun um sundlaugina per se!

Ása (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 12:57

3 identicon

Vatnshöfðu?

Laulau (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 19:04

4 identicon

Vatnshöfðu?

Laulau (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband