Slappt

Leikurinn í kvöld var slappur, Spánverjarnir þreytulegir og hugmyndasnauðir og Íslendingar sjálfum sér líkir, baráttuglaðir og harðir í horn að taka. Verð reyndar að viðurkenna að ég þekkti alla í spænska liðinu en var ekki viss um hverjir einn eða tveir voru í íslenska liðinu fyrr en e-r í stúkunni kallaði nöfnin.

Annars er stemmningin á Laugardalsvelli rannsóknarefni. Hvers vegna heyrist bara í áhorfendum þegar leikmenn taka "Óla Þórðar" á þetta og tækla e-a út í Laugardalslaug? Þá taka menn loksins við sér sem og þegar Íslendingum finnst andstæðingurinn hafa rangt við, þá byrjar allir að púa eins og þeir eigi lífið að leysa. Þessa á milli má heyra saumnál detta fyrir utan stöku "Ísland dúdúdú Ísland dúdúdú".

En Spánverjarnir voru ekki góðir og ég er hræddur um að Aragones verði að fara nota kantana meira í staðinn fyrir að vera að rúlla boltanum á miðjunni án þess að ógna. Ég ætla að senda þeim gamla sms á eftir með réttu byrjunaliði: Casillas, Ramos, Puyol. Pablo, Lopez, Joaquin, Alonso, Xavi, Reyes, Raúl og Torres.

Ég er reyndar ekki mikill aðdáandi Torres og það má kippa Raúl út fyrir varnarsinnaðan miðjumann og setja Reyes fyrir aftan Torres en liðið á að vera svona í grundvallaratriðum. Svo verður að vera góður varamaður fyrir hvern og einn á bekknum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband