4.4.2006 | 23:08
Liga de campeones
Frábær úrslit í kvöld. Spáin mín um að Milan vinni keppnina er enn í gildi þrátt fyrir basl. Lyon er með frábært lið en heppnin er ekki alltaf með þeim. Maður getur heillast af þeim en svo man maður að Sylvian Wiltord er með og þá fer sjarminn af þessu. Hauslausi kjúklingurinn skoraði reyndar tvö en sigurinn er sætur.
Í hinum leiknum bar Riquelme af, þessi gaur er þvílíkur snilli, svona hálfgerður Platini, hægur og latur í vörninni, en með frábæra tækni og leikskilning. Svo eru skotin og sendingarnar fyrsta flokks. Veron kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana og virðast hafa gleymt öllum gömlu töktunum. Það verður gaman að fylgjast með Riquelme á HM enda er hann í uppáhaldi þessa stundina. Vildi gjarnan að Real færi að spá alvarlega í hann.
Annar sem er hins vegar ekki í uppáhaldi heitir Matterazi. Hvaða fífl er þetta? Grófast drullusokkur í boltanum í dag og er búinn að vera það all lengi.
Athugasemdir
Rétt segirðu, þetta var sein-innbyrtur sigur hjá hinum Rauðsvörtu í kvöld. Pippo skal alltaf vera drjúgur þó ekki setji hann fallegustu mörkin, blessaður kappinn. JR Riquelme er alveg magnaður um þessar mundir og maður þakkar fyrir að Börsunga brast þolinmæði með hann á sínum tíma - hann og Dinho í sama liði? Bara ekki sanngjarnt. Hvað Marco Materazzi áhrærir þá er hann þekkt stærð í bransanum; þetta er einfaldlega skítlegasti hællinn af öllum skíthælum sem á annað borð hafa atvinnu af boltanum. Goðsagnir í drulluhalahætti á borð við Bilbao-slátrarann Goikoetxea, Martin Keown og meira að segja Mihajlovic blikna hjá þessum vitfirringi. Svo er þetta villisvín valinn í ítalska landsliðið ... glórulaust,
Jón Agnar Ólason, 4.4.2006 kl. 23:43
Rétt segirðu, þetta var sein-innbyrtur sigur hjá hinum Rauðsvörtu í kvöld. Pippo skal alltaf vera drjúgur þó ekki setji hann fallegustu mörkin, blessaður kappinn. JR Riquelme er alveg magnaður um þessar mundir og maður þakkar fyrir að Börsunga brast þolinmæði með hann á sínum tíma - hann og Dinho í sama liði? Bara ekki sanngjarnt. Hvað Marco Materazzi áhrærir þá er hann þekkt stærð í bransanum; þetta er einfaldlega skítlegasti hællinn af öllum skíthælum sem á annað borð hafa atvinnu af boltanum. Goðsagnir í drulluhalahætti á borð við Bilbao-slátrarann Goikoetxea, Martin Keown og meira að segja Mihajlovic blikna hjá þessum vitfirringi. Svo er þetta villisvín valinn í ítalska landsliðið ... glórulaust.
Jón Agnar Ólason, 4.4.2006 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.