14.8.2006 | 21:50
Túban
Youtube er snilld. Það er hægt að skoða alls kyns efni, sjónvarpsþætti, flott mörk og eftirminnileg atvik og síðast en ekki síst myndbönd frá liðinni tíð. Hér eru nokkur dæmi:
Fyrsta myndbandið er með goðsagnarkenndri sveit sem ég hélt mikið upp á um ca. 9 ára aldur. Um svipað leyti kom platan með þessu lagi út og gott ef ég fékk hana ekki í jólagjöf. Því miður á ég hana ekki lengur enda seldi ég forstjóra Sterling allar plöturnar með sveitinni fyrir mörgum árum. En mér fannst myndbandið frábært en hefur það staðist tímans tönn? Tja.
http://www.youtube.com/watch?v=vCFyWe9ubC0
Annað myndbandið er með yndislega hallærilegu diskóbandi. Söngvarinn er vægast sagt skelfilega perralegur en þeir áttu annað lag sem ég fíla enn þann dag í dag. Hvaða lag er það?
http://www.youtube.com/watch?v=UsAFckHS5SY
Þriðja myndbandið er alger rífandi nostalgía. Áðurnefndur forstjóri Sterling hélt því fram að upphafsorð lagsins væru "Sun around" og átti víst að þýða sólarhringur.
http://www.youtube.com/watch?v=UhFCsNf9D4E
Síðasta myndbandið er tileinkað Ásu systur. Þetta lag er mjög gott eighties popp enda er svona Breakfast Club St. Elmos Fire stemmning í því. Ekki heldur svo ólíkt More than this með Roxy Music.
http://www.youtube.com/watch?v=vn6-_3oLeqQ
Athugasemdir
Þegar ég sá söngvarann í Goombay Dance Band fékk ég sterklega á tilfinninguna að ég hefði séð hann áður ... og svo kveikti ég! Sean Penn sem David Kleinfeld, lögfræðingurinn vafasami í Carlito's Way. Þeir eru gersamlega eineggja.
Jón Agnar Ólason, 14.8.2006 kl. 22:41
Takk lillebror :)!
Málið er náttúrulega einfaldlega bara það að lögin frá þessum tíma - eighties poppið - eru mörg tær snilld, þessi lög eru loksins að fá þá góðu dóma sem þau eiga skilið. Til dæmis lang bestu danslög sem til eru.
Ása (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 10:03
Þetta var ekki leiðinlegt!
Meira,meira. Nenni ekki að sortera úr þessu öllu sjálf, allt of mikið úrval..... nostalgía, nostalgía. Langar að heyra þau ÖLL....
Laulau (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 10:48
Þetta var ekki leiðinlegt!
Meira,meira. Nenni ekki að sortera úr þessu öllu sjálf, allt of mikið úrval..... nostalgía, nostalgía. Langar að heyra þau ÖLL....
Laulau (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 10:48
Ég get útvegað þér diskinn Sun Of Jamaica með Goombay DB. En ég er hræddur um að ég hlusti ekki á lög með þeim með sama hugarfari eftir að hafa séð þetta myndband. En lagið Eldorado mun reyndar standa af sér öll fárviðri og permanent. Mæli með að þú grafir það upp og setjir á síðuna öðrum til yndisauka og skemmtunar.
Sævar Már Sævarsson, 18.8.2006 kl. 15:06
Þettavarekkileiðinlegt!
Meira,meira.Nenniekkiaðsorteraúrþessuöllusjálf,alltofmikiðúrval.....nostalgía,nostalgía.LangaraðheyraþauÖLL....
Laulau (IP-tala skráð) 20.8.2006 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.