Spurning 4

Þetta ætti að vera auðvelt en lögin er bara svo góð að ég verða að setja þetta inn. Allt eða ekkert, úr hvaða myndum eru þessi lög og hverjir flytja. Þau hafa örugglega verið notuð oftar en einu sinni en ég er með ákveðnar myndir í huga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er titillagið úr Midnight Cowboy en sökum aldurs get ég ómögulega munað hvað söngvarinn heitir/hét

Oldie (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Jæja, Everybody´s talking er úr Midnight Cowboy mikið rétt, en er ekki titillagið því það er instrumental snilld eftir Henry Mancini, en þetta er eftir Harry Nilsson. Ég hef ekki hugmynd um annað lagið, þannig að þú náðir mér þar Eiríkur!!! Þriðja lagið er eiturlyfjalofsöngur Jefferson Airplane um Hvítu Kanínuna, það hefur ósjaldan verið notað í myndum og þáttum en eftirminnilegast er það í Platoon og svo fannst mér það virka mjög vel í einum Soprano´s þætti, gott ef það var ekki í Forrest Gump líka?? Þess má geta að söngkona JA var Grace Slick og var hún mikið fyrir lyfin, en síðar breytti þessi sveit um nafn og hét Starship og átti ódauðlegan smell sem hét We Built This City! Nettur viðsnúningur þar á ferð!

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 13.7.2007 kl. 10:45

3 Smámynd: EG

Það var reyndar John Barry sem samdi instrumental tónlistina í Midnight Cowboy. Það er snilldar soundtrack enda ekki við öðru að búast af manninum sem samdi mikið af Bond tónlistinni.

Platoon er rétt svar við þriðju spurningunni en kanínan hefur vissulega verið notuð víða. Enda frábært lag.

En hver getur komið með rétt svar við lagi nr. 2?

EG, 13.7.2007 kl. 11:01

4 identicon

Já það er úr Bleika Pardusnum, man bara ekki hvaða mynd, skýt bara á The Return og Pink Panther.......

Jói (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 11:11

5 identicon

Djís!
Þessar upplýsingar Hannesar fást með einföldu gúgli en ... enn hefur ekki komið fram hver söng þarna ekki-titillagið úr Midnight Cowboy.  Ef einhver af þessum nördum gæti kannski svarað því?!?

goldie (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 11:33

6 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Harry Nilsson syngur eigið lag. Google er ofmetið, þegar maður hefur áhuga á maður að vita.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 13.7.2007 kl. 11:40

7 Smámynd: EG

Ég ætla að vona að menn séu ekki að gúgla svörin, því þá er maður að svíkja sjálfan sig eins og sagt var við mann í gamla daga. Hef reyndar ekki mikla trú á að svo sé.

Rétt hjá Jóa, þetta lag er úr Bleika pardusnum frá 1963 og þá ætti e-m að vera ljóst hver samdi. Atriðið má sjá hér:

http://uk.youtube.com/watch?v=WTckXzK680g

EG, 13.7.2007 kl. 12:24

8 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Lagið úr Pink Panther heitir Meglio Stasera eða It Had Better Be Tonight upp á enskuna. Snilldartjútt fyrir alla þá sem sækja fjallakofapartí í Cortinu í ítölsku ölpunum.

Jón Agnar Ólason, 13.7.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband