Ný treyja

7278

Nýja Real treyjan kom fyrst fyrir sjónir almennings þegar liðið fagnaði spænska titlinum þann 17. júní sl. Nú er þessi treyja komin í almenna sölu og lítur svona út. Ég gaf síðustu treyju 6 í einkunn fyrir tæpu ári síðan og var ekki mjög hrifinn. Nýja treyjan lítur mun betur út, mér sýnist liturinn á röndunum vera kominn út í lillabláan, sem er meira í anda Real en þessar svörtu eða dökkbláu rendur sem notaðar hafa verið síðustu ár. Það eina sem gera má athugasemdir við er kraginn, ég átta mig ekki alveg á þessu formi en er engu að síður nokkuð sáttur við það. Eigum við ekki að splæsa 7,5 á treyjuna, ég er nokkuð íhaldssamur skyrtukragamaður en þetta er bara nokkuð gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ekki sem verst... það er rétt að blái liturinn er meira í áttina að því sem við eigum að venjast. En ég verð að taka undir þessar kragapælingar þínar - er þetta áprentaður kragi? Það kemur mér spánskt fyrir sjónir

Er svo bwin ekki líka treyjuspons hjá Milan? Var það í fyrra, amk.

Jón Agnar Ólason, 10.7.2007 kl. 02:10

2 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Þetta er fallega hvítt eins og Leeds treyjan.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 10.7.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: EG

Hannes minn, þú veist af hverju Leeds byrjaði að spila í hvítum búningum?!

En munu Leedsarar hefja leik í haust?

EG, 10.7.2007 kl. 15:55

4 identicon

Þetta er barasta nokkuð fín treyja. 100% sammála því að lillablái liturinn virkar mun betur en svörtu línurnar. Kraginn finnst mér ókei - hann virkar dáldið fönkí en á eflaust eftir að venjast fljótlega, annað en kraginn á heimatreyju Liverpool sem ég hef ekki ennþá vanist almennilega. Hinsvegar er eitt sem Liverpool treyjan og þessi eiga sameiginlegt og fer óhemju mikið í taugarnar á mér: Adidas merkið. Í fyrsta lagi er þetta nýja merki forljótt og óskiljanlegt að ekki sé notaður gamli smárinn eða bara Adidas stafirnir sjálfir í stað randanna þriggja, og í öðru lagi finnst mér glæpsamlegt að láta merkið vera undir kraganum á miðri treyjunni. Ætti ekki að vera bundið í lög að hafa merkið annaðhvort vinstra eða hægra megin?

Að öðru: Er eitthvað til í því að Real hafi talað við Laudrup um að þjálfa liðið en kosið Schuster framyfir hann? Það hljóta að teljast mikil mistök. Ég mun fylgjast óvenju vel með Getafe á næsta tímabili, það er næsta víst.

Kjartan (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 20:25

5 Smámynd: EG

Ég held að þetta adidas merki sé að verða 15 ára gamalt en ég hef aldrei vanist því. Gamla merkið er hins vegar alger klassík og verður það um ókomna tíð.

Ég veit ekki hvort Laudrup kom e-n tímann alvarlega til greina sem næsti þjálfari Real. Ég veit að margir Madridingar voru spenntir fyrir honum en það var því miður of mikil áhætta. Hann var hins vegar á Bernabeu í síðustu umferðinni. En það verður vissulega gaman að fylgjast með honum hjá Getafe næsta vetur þó það verði vissulega erfitt að feta í fótspor Schuster. 

EG, 10.7.2007 kl. 20:49

6 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Jú ég veit um sögu hvíta litsins í Jórvíkurskíri. Hvort Leeds hefji leik í ágúst veit ég ei og leyfi mér hreinlega að efast um það. Maður er strax farinn að líta premier lið hýru auga, maður verður að styðja e-ð lið þegra LUFC er komið í firmakeppnna.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 11.7.2007 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband