9.7.2007 | 15:53
Taco Bell
Fór með fjölskylduna á ættarmót að Garðskagavita í gær. Í bakaleiðinni ákváðum við að prófa Taco Bell sem er í sama húsi og KFC í Hafnarfirði. Nú er ég ekki lærður kokkur eða reyndur veitingahúsagagnrýnandi en vil þó spyrja mig og aðra eftirfarandi spurningar. Hvaða erindi á þessi staður til Íslands? Uppistaðan í pöntuninni voru tvenns konar Quesadillur, með hakki og kjúklingi og bara kjúklingi. Án þess að eyða mörgum orðum í dillurnar þá komur þær soðnar og sveittar upp úr pokanum, klesstar saman með gulri ostasósu og 3. flokks hakki og kjúklingi. Þegar ég fór að reyna að greina uppistöðuna í kryddinu var niðurstaðan salt, aromat eða season all og örlítill keimur af súru majonesi. Ég reyndi að þvæla þessu í mig en endaði á því að leifa sem er tiltölulega sjaldgæft þegar mexíkóskur matur er annars vegar. Meira að segja eins árs gömul dóttir mín skyrpti matnum út úr sér, en hún hefur yfirleitt ekki hugsað sig tvisvar um í þau fáu skipti sem ruslfæði er á boðstólunum í Vesturbænum. Niðurstaða: Ef þig langar í mexíkóskt, farðu þá frekar á Serrano eða Culiacan. Jafnvel þó þú búir í Hafnarfirði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.