8.8.2006 | 22:27
Jón Sigurðsson
Parenthood er ein af þessum myndum sem maður hefur gaman af þegar maður á orðið börn og hefur verið maríneraður í sykursætri amerískri væmni svo árum skiptir. Þetta er reyndar hin skemmtilegasta mynd og eitt atriði í uppáhaldi. Steve Martin á krakka sem eru ekki alveg eins fullkomnir og hann vildi. Eitt kvöldið er allt á suðupunkti og hann á að fara að skutla ömmu gömlu heim. Hún kemur til hans, gömul og krumpuð með stórt gyðinganef og Silhouette gleraugu, og byrjar að segja honum sögu af því þegar hún hafi verið lítil hafi sumir kunnað að meta hringekjuna í rólegheitum en hún hafi alltaf viljað vera í rússíbananum. Þegar hún hefur lokið sér af lítur hann á hana forviða og segir kaldhæðnislega, án þess að hafa nokkra hugmynd um samlíkinguna: "En æðisleg saga!! " og kerlingin röltir út í bíl. Í sömu andrá kemur konan hans til hans og segir honum að hann sé alger asni því henni finnist amman vera mjög klár kona. Hún rýkur svo burt en hann stendur eftir með pirringslegan undrunarsvip. Hann lítur svo út um gluggann og þá kemur þessa gullna setning:"Yeah if she's so brilliant why is she sitting in our NEIGHBOR'S CAR?"
Það sama datt mér í hug þegar nýi iðnaðar-og viðskiptaráðherrann var að útskýra hvers vegna vextir væru svona háir samanborið við nágrannalöndin. Ef Jón Sigurðsson er svona klár af hverju er hann þá í Framsóknarflokknum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.