18.6.2007 | 22:38
Nostalgía nr. ?
Meðfylgjandi myndband vekur upp nostalgíu í kroppnum. Það má eflaust deila um gæði lagsins, mér finnst það gott og sérstaklega byrjunin þegar hann töltir upp stigann út í stórborgarniðinn en svo verður allt hljótt og hann byrjar að syngja. Ég er samt ekki viss um söguþráðinn í myndbandinu, hann virðist vera hvorki fugl né fiskur en var það ekki algengt á þessum tíma?
http://www.youtube.com/watch?v=4EkX9tS-Jq0
Athugasemdir
Eru þetta ekki bara random atriði úr tímamótaverkinu Give My Regards to Broad Street? Lagið er fínt, ég er sammála því.
Kjartan (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 01:54
Þetta lag er frábært, enda er ég þannig aðdánadi að ég mundi hiklaust skrá mig á námskeið hjá Sir Paul í Leirkerasmíði, maðurinn er snillingur. myndbandið er að sjálfsögðu arfaslakt eins og flest þau myndbönd sem gerð voru á þessum árum. Þess má þó til gamans geta að David Gilmour úr Pink Floyd spilar gítarsólóið í þessu lagi og pródúserinn er enginn annar en George Martin, eða 5.bítillinn eins og hann er oft kallaður. En sándið er þó afskaplega 1984.
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 19.6.2007 kl. 14:36
Einstaklega blue lag en gott engu að síður. Gargandi gítarsoloið má sín lítils gegn blámanum sem hríslast um kroppinn.
Jói (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.