Ebay

Það eru svo sem ekki nýjar fréttir en ebay er ein allra besta og skemmtilegasta síðan á netinu. Ef mann vantar e-ð eru allar líkur á að það leynist e-s staðar inni á milli og ef ekki, þá bíður maður í e-n tíma og heppnin gæti verið með manni. Það segir sig reyndar sjálft að ebay er fyrst og fremst vettvangur safnara en þó getur maður gert praktísk kaup öðru hverju.

Svo er t.d. um eitt uppboð sem var að enda í kvöld. Það virðist vera í tísku hjá ungum mönnum að vera með sixties yfirbragð, þröngar buxur og lakkrísbindi. Við þann fatnað er mikilvægt að eiga góða skyrtu, sérstaklega ef maður er á leiðinni á djammið. Þá er sennilega ekkert betra en að vera í skyrtunni sem John F. Kennedy var í þegar hann sór embættiseið. Maður getur rétt ímyndað sér pikköpp samræðurnar við barinn á Ölstofunni:

"Djöfull ertu í töff skyrtu!"

"Já ég er rosalega ánægður með hana og svo er hún virkilega þægileg. Og svo var Kennedy í henni þegar hann sór embættiseið."

"Ha!?"

"Kennedy var í henni þegar hann sór embættiseið!!"

"Ertu ekki að grínast?"

"Nei ég fékk hana á ebay"

"Var hún ekki ógeðslega dýr?"

"Ekkert svo, ég fékk hana á ca. 130 milljónir. Svo er hún líka 100% bómull."

http://cgi.ebay.com/John-F-Kennedy-JFK-Inauguration-Shirt-Invite-LOA_W0QQitemZ300118505516QQihZ020QQcategoryZ13900QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband