14.6.2007 | 23:13
Júní 2003
Og það var fyrir fjórum árum sem við Sverrir sátum hlið við hlið í 30 stiga hita á Santiago Bernabeu og fylgdumst með Real tryggja sér spænska titilinn með 3-1 sigri gegn Bilbao. Real Sociedad, með Xabi Alonso fremstan í flokki, sat eftir með sárt ennið enda þurftu þeir að treysta á að Madridingar töpuðu stigum.
Það var öðlingurinn og svartamarkaðsbraskarinn Salva sem hafði selt okkur tvo miða á 36.000 kr. og lét nafnspjaldið sitt fylgja með. Ég týndi spjaldinu skömmu síðar en ég hef aldrei séð eftir þessum 18.00 kalli sem miðinn kostaði mig.
Á sunnudaginn er sama staða uppi. Real verður að vinna enda talsverðar líkur á því að Barcelona sigri nágranna sína í Gimnastic. Zidane, Ronaldo, Figo og co. tókst það þá en verður lukkan með mínum mönnum núna? Ég segi bara eins og kellingin við hina hliðina á mér fyrir fjórum árum, þegar Roberto Carlos stillti boltanum upp í aukaspyrnu rétt fyrir framan nefið á okkur; "Roberto, da nos tranquilidad!". Hann hlýddi og skellti boltanum beint í netið. Eftirleikurinn var auðveldur og við sungum Campeones, Campeones í 70.000 manna kór þar til við urðum hásir.
Athugasemdir
Er þetta allt og sumt sem þú fórnaðir viðveru í brúðkaupinu mínu fyrir?! Meiri vinurinn ...
Jón Agnar Ólason, 15.6.2007 kl. 10:12
Thetta var ógleymanlegt Eiríkur. Fyndnast samt eftir á er stressid og spenningurinn ádur en vid komumst inn á völlinn. Eru midarnir ófalsadir? Situr einhver í sætunum okkar? Og sídan spennufallid og gledin thegar ad vid komumst inn. Hoppudum og födmudumst eins og tvær unglingsstelpur. Úff, madur fær bara gæsahúd. Skelli hérna inn einni mynd sem er tekinn á Bernabéu fyrir tveimur vikum sídan. Thar sést hvernig their eru búnir byggja thak og stækka áhorfendastædin austan megin. http://www.katrineogsverrir.dk/3052690?i=10230663 Hala Madrid !!
Sverrir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.