Af Bundesligunni

Um síðustu aldamót léku Axel Rose og Peter Gabriel með sama liði í Bundesligunni. Hvaða lið var það? Fyrir rétt svar býðst stór bjór á bar en með því skilyrði að sigurvegarinn verði einhvern tíma með mér á bar og minni mig á það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er reyndar ekki allskostar rétt. Ég geri samt ráð fyrir því að þú eigir við þá félaga Petr Gabriel frá Tékklandi og Þjóðverjann Axel Roose. Ef minnið drepur mig ekki þá spiluðu þeir kumpánar aldrei saman. Þeir spiluðu reyndar með sama liðinu en ekki á sama tíma. Jafnaldri þinn, Gabriel (fæddur 17. maí 1973), gekk til liðs við Kaiserslautern árið eftir að Roos yfirgefur liðið eða sumarið 2000. Ég hitti þig síðan bara á Ölver í kvöld og þú gerir upp skuldina.

Sverrrir (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 10:13

2 identicon

Þess má kannski líka til gamans geta að í dag spilar Kim Larsen með Kalmar FF í Svíþjóð, Michael Jackson með Tranmere Rovers, Robbie Williams með Accrington Stanley, Tommy Lee með Macclesfield Town og Magni með ÍF Fuglafjørður í Færeyjum.

Sverrir (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 10:35

3 Smámynd: EG

Ég er hræddur um að miðað við nákvæmni svarsins hafi gúglun átt sér stað. Mig minnti reyndar endilega að þeir hafi spilað saman. Spurningin er hins vegar ekki röng, þeir léku með sama liði um síðustu aldamót og ef annar fór og hinn kom árið 2000 sýnast mér þetta einfaldlega vera kórrétt spurning. Auk þess bar Lárus Guðmundsson nöfnin ávallt fram eins og um heimsfræga tónlistarmenn væri að ræða. En til hamingju Sverrir minn, þetta þýðir að þér stendur stór dökkur Guiness til boða þegar við förum næst á barinn.

EG, 27.7.2006 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband