14.7.2006 | 14:09
Brunaútsala
Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að juve verði dæmt niður í B-deild og jafnframt dregin af þeim stig en Milan haldi sæti sínu en missi stig og keppnisrétt í Meistaradeildinni. Þetta þýðir einfaldlega að Torínó verður eins og Sala varnarliðseigna þar sem stóru klúbbarnir munu berjast um bestu bitana. Real Madrid er auðvitað í þeim hópi en ég hef samt bara séð þrjú nöfn nefnd. Í fyrsta lagi Cannavaro, sem er mjög gott nema það átti að gerast fyrir tveimur árum þegar honum var því miður hafnað vegna meiðsla og aldurs. Í öðru lagi Zambrotta, sem er frábær leikmaður og ávallt velkominn. Þriðji kosturinn er hins vegar skelfilegur, sjálfur öldungurinn Emerson, sem ég veit stundum ekki hvað á að vera gera inni á fótboltavellinum. Slakur leikur Brassana er honum að miklu leyti að þakka. En Capello hefur á honum tröllatrú og hvað veit ég svo sem!
Athugasemdir
Sammála, Emerson er ömurlegur leikmaður. Hinsvegar eru félagar hans Lake og Palmer snillingar. Gaman væri að sjá þá í Liverpool.
Kjarri (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 14:19
Ég vona að Fergusson fái góðan díl í supermercado Italiano, kaupi kannski þrjá og borgi fyrir tvo. Buffon, Gattuso og Zambrotta?
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 18.7.2006 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.