Loveguru

c_documents_and_settings_eirikur_my_documents_my_pictures_loveguru.jpg

Datt inn á Sirkus um daginn og þar var útgáfa Loveguru á Villa og Lúllu. Nú vil ég ekki vera of neikvæður en er nokkuð óeðlilegt að gerð sé sú krafa til manna sem fá sennilega borgað fyrir að vera fyndnir að þeir séu þá fyndnir. Þó ekki væri nema til að kalla fram pínulítið bros. Þessi Loveguru er hins vegar ekkert fyndinn, það er pínlegt að horfa á hann reyna að vera Ali G. Íslands. Það er ekki nóg að vera of þybbinn og of gamall í gulum íþróttagalla til að vera fyndinn. Ef svo væri gæti ég ekki einu sinni farið út að skokka án þess að fá hláturroku beint í andlitið með reglulegu millibili. Maður verður að segja e-ð sniðugt eða hreyfa sig hlægilega eða setja upp e-r svipbrigði. Þessi er hins vegar eins og sniðugu strákarnir sem leyfðu stelpunum að flétta eða mála sig í frímínútum í gaggó. Eiginlega algerlega óþolandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fletta?

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 10:29

2 Smámynd: EG

Prentvillupúkinn flækti mig í fléttunni

EG, 14.7.2006 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband