12.7.2006 | 14:18
Ný treyja
Búið að kynna nýju Real treyjuna. Steypt í sama mót og Adidas treyjurnar á HM en ég er aldrei fullkomlega sáttur við að rendurnar séu svartar og svo leiðist mér þessi grái litur. Merkið vinstra megin er tákn fyrir "FIFA: Besta lið 20. aldar" en minnir á slappt lógó fyrir e-a unglingakeppni eins og Göta Cup eða hvað sem þetta heitir. Sem sagt, þessi treyja fær ekki nema 6 í einkunn og liðinu verður að ganga helv... vel til að ég kaupi hana enda hef ég ekki verslað mér nýja Real treyju svo árum skiptir.
Athugasemdir
Myndirðu íhuga að ganga í nýju gulu Liverpool varatreyjunni ef ég gæfi þér svoleiðis í afmælisgjöf?
Kjarri (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 11:04
Ég hélt að við værum vinir!! Gul Liverpool treyja getur bara verið óvinagjöf.
EG, 13.7.2006 kl. 13:28
ókei - rauða þá?
Kjarri (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.