Úlfurinn

c_documents_and_settings_eirikur_my_documents_my_pictures_mbl0111630.jpg

Hvað verður maður að eiga marga milljarða til þess að mega ganga í appelsínugulum buxum við köflóttan jakka án þess að vera talinn trúður? Björgólfur Guðmundsson virðist amk vera í fullum rétti en hann má eiga það að hann er nokkuð merkilegur kall. Þegar KR varð meistari 1999 birtust myndir af honum í Séð og heyrt á spítala, órakaður og tuskulegur, og maður hugsaði: "Greyið kallinn". Nokkrum misserum síðar mætti hann vatnsgreiddur, teinóttur og skælbrosandi, með glitrandi tanngarðinn, og átti 40 milljarða inn á banka. Núna er hann helsta PR fígúra Landsbankans, dansar tangó við Þjóðleikhúsálfinn og kaupir skrifstofubyggingar til þess eins að mála þær hvítar fyrir niðurrif. Hann er Íslands Gandólfur, vitur og góður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband