4.7.2006 | 23:19
Gullkrullan og Ivanovinn
Ætli það sé ekki best að veita nokkur verðlaun nú þegar HM er senn á enda. Ég vil endilega biðja menn að veita atkvæði sínum uppáhaldskandidötum.
Versta greiðslan:
Juan Pablo Sorin: Ekki veit ég hvenær Sophiu Hansen trendið lenti í Argentínu en það eru allir að djakka.
Gabriel Milito: Þessi er að safna í Sophiu enda hefur hann hárlitinn.
Fabrizio Coloccini: Það er lítið rokk í þessu. Permanet fyrir fullvaxta, forljóta leikmenn er bara ekki að gera sig.
Chun Soo Lee: Þessi greiðsla er verri live en á þessari mynd. Það er eins og hann sé með mjúkan feld á hausnum eða svona fíngerða ull sem maður festir nýklipptar neglur í og fær gæsahúð frá toppi til táar.
Ronaldinho: Öðru nafni Samba-Sophia. Hefur ekki alveg Jennifer Beals andlitsfallið til að geta borið þessa greiðslu.
Rio Ferdinand: Þessi röndótta sítt að aftan reggaegreiðsla er ekki alveg að gera sig. Minnir mig alltaf á Guffa, með þennan króníska aulasvip.
Ljótasti leikmaðurinn:
Mineiro: Þessi Brassi er kannski ekki sá frægasti en þegar maður er farinn að líta út eins og persóna úr Deep Space Nine hlýtur maður að eiga séns í Ivanovinn.
Ribery: Leiðinlegt að hann skyldi lenda í bílslysi en hann getur tekið gleði sína á ný ef hann vinnur Ivanovinn.
Tevez: Kannski er hann vampýra, kannski hellti mamma hans bara te-i á hann, en eitt er víst: Hann á heima meðal þeirra bestu í Ivanovinum.
Cabanas: Hversu margir vildu mæta þessum í dimmu húsasundi í miðborg Asuncion?
Athugasemdir
Chun Soo Lee og Rio Ferdinand eru hnífjafnir í Gullkrullunni. Af þessum sem þú tilnefnir í Ivanovinn er Tevez klárlega efnilegasti kandídatinn en ég sakna sárlega tveggja manna í tilnefningunum, Ghanamannsins Sulley Muntari og Englendingsins David Beckham. Tevez er hreint olíumálverk í samanburði við þá tvo.
Kjarri (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 00:17
Djevel sem þið þjóðverjasleikjur megið vera spældir í dag. Það var mikil gleði á mínu heimili þar sem við mæðgur fögnuðum sigri frábærra Ítala. Ég meina hver heitir "Schweinsteiger" (svínasteik, svínastía, svínastækja???) annar en einhver aumur zízkari!
Allt góðir kandidatar en ég sakna Shrek Rooney sem er hiklaust Ivanovhafinn í ár. Juan Pablo Sorin og litli grá/guli kallinn slást um Gullkrulluna, ekki spurning.
Unnur (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 08:41
Ég veit ekki hvort Gullkrullan sé bundin við sítt hár en undir flokkinn Versta Greiðslan verður að setja Esteban Cambiasso. Maðurinn er kominn með hvirfilskalla að undanskilinni smá háreyðieyju fremst á enninu sem hann reynir að greiða yfir hvirfilinn með nákvæmlega engum árangri. Bobby Charlton hvað??
Sævar Már Sævarsson, 5.7.2006 kl. 10:44
Jiiiii, hvernig getiði vitað hvernig allt þetta fólk lítur út!!!!
Eins gott að það á ekki að kjósa myndarlegasta manninn, með flottustu lærin, eða fallegasta kassann. Þar eru bara alltof margir að velja úr. Allavegana svona fjarskafallegir, hef ekki stúderað þá í þaula enda hef ég annað þarfara að gera við minns tíma!
Laulau (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 11:53
Jiiiii, hvernig getiði vitað hvernig allt þetta fólk lítur út!!!!
Eins gott að það á ekki að kjósa myndarlegasta manninn, með flottustu lærin, eða fallegasta kassann. Þar eru bara alltof margir að velja úr. Allavegana svona fjarskafallegir, hef ekki stúderað þá í þaula enda hef ég annað þarfara að gera við minns tíma!
Laulau (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 11:53
Váts maður, unnella passaðu þrýstinginn! skítalía má eiga það að þeir eru fallegasta liðið en annars getum við bara ekki haldið með þeim, ekki frekar en skíta barcelona.
silla (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 18:26
Skítalir eru aumir væluskjóar og með tilliti til spillingarinnar hjá Juve þar sem ég held að 90% landsliðsleikmanna séu innanborðsmenn hefðu þeir yfir höfuð ekki átt að fá að leika á HM!! Eina huggun mín var að Berlusconi sat ekki við hlið Angelu Merkel þ.a. kannski fara Skítalir að haga sér eins og siðmenntuð þjóð!
Áfram Frakkland!!!!!
Kristín (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 10:29
Skítalir eru aumir vælukjóar og spillingin þvílík að ég er mest hissa á því að þeir skulu hafa fengið að taka þátt í HM (með tilliti til Juventus skandalsins). Huggun var þó að Berlusconi sat ekki við hlið Angelu Merkel sem sýnir kannski að Skítalir fara að haga sér ein og siðmenntuð (fótbolta)þjóð.
Þá er bara að vona að Frakkar flengi þá á sunnudaginn!
Kristín (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 10:35
Skítalir eru aumir vælukjóar og spillingin þvílík að ég er mest hissa á að þeir hafi yfir höfuð fengið að taka þátt í HM (með tilliti til Juventus skandalsins). Eini ljósi punkturinn var þó að Berlusconi sat ekki við hlið Angelu Merkel sem gefur manni von um að Skítalir fari að haga sér eins og siðmenntuð (fótbolta)þjóð!
Þá er bara að vona að Frakkar flengi þá á sunnudaginn!!!!
Kristín (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 10:38
Skítalir eru aumir vælukjóar og spillingin þvílík að ég er mest hissa á að þeir skulu yfir höfuð hafa fengið að taka þátt í HM (með tilliti til Juventus skaldalsins). Það var nú líka skítölsk lykt af Torsten Frings málinu.....! Eini ljósi punkturinn var að Berlusconi sat ekki við hlið Angelu Merkel sem gefur manni von um að Skítalir fari að haga sér eins og siðmenntuð (fótbolta)þjóð.
Þá er bara að vona að Frakkar flengi þá á sunnudaginn!
Kristín (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 10:42
Skítalir eru aumir vælukjóar og spillingin þvílík að ég er mest hissa á að þeir skulu yfir höfuð hafa fengið að taka þátt í HM (með tilliti til Juventus skaldalsins). Það var nú líka skítölsk lykt af Torsten Frings málinu.....! Eini ljósi punkturinn var að Berlusconi sat ekki við hlið Angelu Merkel sem gefur manni von um að Skítalir fari að haga sér eins og siðmenntuð (fótbolta)þjóð.
Þá er bara að vona að Frakkar flengi þá á sunnudaginn!
Kristín (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 10:42
Skítalir eru aumir vælukjóar og spillingin þvílík að ég er mest hissa á að þeir skulu yfir höfuð hafa fengið að taka þátt í HM (með tilliti til Juventus skaldalsins). Það var nú líka skítölsk lykt af Torsten Frings málinu.....! Eini ljósi punkturinn var að Berlusconi sat ekki við hlið Angelu Merkel sem gefur manni von um að Skítalir fari að haga sér eins og siðmenntuð (fótbolta)þjóð.
Þá er bara að vona að Frakkar flengi þá á sunnudaginn!
Kristín (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 10:42
Jiiiii,hverniggetiðivitaðhvernigalltþettafólklíturút!!!!
Einsgottaðþaðáekkiaðkjósamyndarlegastamanninn,meðflottustulærin,eðafallegastakassann.Þarerubaraalltofmargiraðveljaúr.Allaveganasvonafjarskafallegir,hefekkistúderaðþáíþaulaendahefégannaðþarfaraaðgeraviðminnstíma!
Laulau (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.